Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 08:43 Mótmælandi hendir mynd af fyrrverandi þingforseta Gvatemala á eld sem logar í hluta þinghúss landsins í gær. AP/Oliver De Ros Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn. Gvatemala Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn.
Gvatemala Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira