Í fyrrakvöld láku út upplýsingar um handalögmál á æfingu Arsenal í síðustu viku og Mikel Arteta, stjóri liðsins, er ekki hrifinn að þessar upplýsingar séu komnar fram í sviðsljósið.
The Athletic greindi frá því fyrir helgi að David Luiz og Dani Ceballos hafi lent upp á kant á æfingu Arsenal í síðustu viku sem endaði með því að Ceballos varð blóðugur.
Arteta virtist á blaðamannafundi dagsins allt annað en hrifinn að þessar upplýsingar væru komnir fram í sviðsljósið. Hann segir að þetta sé innanbúðarmál og að sá sem lak fréttinni fái að heyra það.
„Mer líkar alls ekki við þetta og ég mun finna hvaðan þessar upplýsingar komu,“ sagði Arteta sem virtist allt annað en sáttur.
„Ef að þetta kemur frá okkar fólki þá fer þetta gegn því sem ég ætlast til af okkar fólki hvað varðar einkalíf og þann trúnað sem ég ætlast til af okkar fólki. Það verða afleiðingar af þessu.“
Hann bætti einnig við að búið væri að grafa stríðsexina og engin vandamál væru í leikmannahópnum.
Arteta is not happy at the #AFC leakhttps://t.co/SB4REtDsjh
— talkSPORT (@talkSPORT) November 21, 2020