Hvolpar ekki bara til að létta lund í samkomubanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:01 Alls tíu hvolpar komu í gotinu og eru nú allir búnir að fá gott heimili en eigandinn var að drukkna í fyrirspurnum. vísir/arnar Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili. Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili.
Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira