Hvolpar ekki bara til að létta lund í samkomubanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:01 Alls tíu hvolpar komu í gotinu og eru nú allir búnir að fá gott heimili en eigandinn var að drukkna í fyrirspurnum. vísir/arnar Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili. Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili.
Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira