Fjölmiðlamaður fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 17:18 Axel Axelsson fékk tveggja ára fangelsisdóm. Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn vegna alvarleika brotanna. vísir Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Bæði var hann sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tugi milljóna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélaga og sömuleiðis fyrir fjárdrátt sem löggiltur fasteignasali. Axel var ákærður af héraðssaksóknara og hlaut átján mánaða fangelsisdóm í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn um sex mánuði. Í dómi Landsréttar segir að Axel hafi dregið sér tæplega 37 milljónir króna af fjármunum félaganna Kaupsamningsstofan annars vegar og H014 hins vegar. Peningana lagði hann inn á persónulega bankareikninga sína. Þá var Axel sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni dregið sér rúmlega 36 milljónir króna sem hann veitti viðtöku frá kaupanda fasteignar. Peningarnir áttu að fara í greiðslu á veðskuld seljanda fasteignarinnar en Axel ráðstafaði henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var Axel sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs Kaupsamningsstofunnar á tilgreindum rekstrarárum. Við ákvörðun refsingar var einkum litið til þess að Axel hafði framið hluta fjárdráttarbrotanna í starfi sem löggiltur fasteignasali. Þá var horft til þess að fjárdrátturinn nam umtalsverðum fjárhæðum. Að því virtu og að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing Axels ákveðin fangelsi í tvö ár. Jafnframt var A gert að greiða seljanda fyrrnefndar fasteigna skaðabætur. Dómsmál Akureyri Fjölmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Bæði var hann sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tugi milljóna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélaga og sömuleiðis fyrir fjárdrátt sem löggiltur fasteignasali. Axel var ákærður af héraðssaksóknara og hlaut átján mánaða fangelsisdóm í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn um sex mánuði. Í dómi Landsréttar segir að Axel hafi dregið sér tæplega 37 milljónir króna af fjármunum félaganna Kaupsamningsstofan annars vegar og H014 hins vegar. Peningana lagði hann inn á persónulega bankareikninga sína. Þá var Axel sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni dregið sér rúmlega 36 milljónir króna sem hann veitti viðtöku frá kaupanda fasteignar. Peningarnir áttu að fara í greiðslu á veðskuld seljanda fasteignarinnar en Axel ráðstafaði henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var Axel sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna reksturs Kaupsamningsstofunnar á tilgreindum rekstrarárum. Við ákvörðun refsingar var einkum litið til þess að Axel hafði framið hluta fjárdráttarbrotanna í starfi sem löggiltur fasteignasali. Þá var horft til þess að fjárdrátturinn nam umtalsverðum fjárhæðum. Að því virtu og að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing Axels ákveðin fangelsi í tvö ár. Jafnframt var A gert að greiða seljanda fyrrnefndar fasteigna skaðabætur.
Dómsmál Akureyri Fjölmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira