Kröpp lægð á leiðinni „með tilheyrandi snúningum í veðri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 07:10 Fyrsti snjórinn fellur í Reykjavík á gangandi vegfarenda með barnakerru við Sæbraut Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nú í morgunsárið er spáð fremur hægum vindi og úrkomulitlu veðri en í dag gengur svo „nokkuð kröpp lægð austur fyrir land með tilheyrandi snúningum í veðri,“ eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að það gangi í norðaustan- og norðan átta til fimmtán metra á sekúndu með rigningu eða snjókomu sunnan- og suðaustanlands fyrir hádegi og síðdegis um landið norðanvert. Hiti verður um og yfir frostmarki. „Um og eftir hádegi hvessir við suðurströndina, og má búast við skammvinnu hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Í kvöld og nótt gengur í norðvestan 15-23 m/s austantil á landinu, og þá dregur úr úrkomu sunnanlands. Minnkandi norðlæg átt og áfram rigning eða snjókoma um landið norðanvert á morgun, en þurrt að kalla sunnan heiða. Norðan gola eða kaldi og úrkomuminna síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, 5-10 m/s og úrkomulítið. Gengur í norðaustan og norðan 8-15 með rigningu eða snjókomu S- og SA-lands fyrir hádegi, og síðdegis um landið N-vert. Hiti um og yfir frostmarki. Hvessir um tíma við S-ströndina eftir hádegi. Gengur í norðvestan 15-23 A-til í kvöld og nótt, og dregur úr úrkomu S-lands. Minnkandi norðlæg átt og áfram rigning eða snjókoma um landið N-vert á morgun, en þurrt að kalla sunnan heiða. Norðan 5-13 og úrkomuminna síðdegis. Á laugardag: Norðan og norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða rigning um landið N- og A-vert, annars hægari og úrkomulítið. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu með deginum. Hiti um og yfir frostmarki. Á sunnudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él um landið S-vert. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Gengur í norðaustan 8-15 með dálítilli snjókomu eða slyddu á N- og A-landi, en þurru veðri SV- og V-lands. Hiti um og undir frostmarki, en 1 til 6 stig við S-ströndina. Á þriðjudag: Minnkandi norðaustlæg átt og dálítil él um landið N- og A-vert, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Frost 2 til 10 stig. Veður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sjá meira
Nú í morgunsárið er spáð fremur hægum vindi og úrkomulitlu veðri en í dag gengur svo „nokkuð kröpp lægð austur fyrir land með tilheyrandi snúningum í veðri,“ eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að það gangi í norðaustan- og norðan átta til fimmtán metra á sekúndu með rigningu eða snjókomu sunnan- og suðaustanlands fyrir hádegi og síðdegis um landið norðanvert. Hiti verður um og yfir frostmarki. „Um og eftir hádegi hvessir við suðurströndina, og má búast við skammvinnu hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Í kvöld og nótt gengur í norðvestan 15-23 m/s austantil á landinu, og þá dregur úr úrkomu sunnanlands. Minnkandi norðlæg átt og áfram rigning eða snjókoma um landið norðanvert á morgun, en þurrt að kalla sunnan heiða. Norðan gola eða kaldi og úrkomuminna síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, 5-10 m/s og úrkomulítið. Gengur í norðaustan og norðan 8-15 með rigningu eða snjókomu S- og SA-lands fyrir hádegi, og síðdegis um landið N-vert. Hiti um og yfir frostmarki. Hvessir um tíma við S-ströndina eftir hádegi. Gengur í norðvestan 15-23 A-til í kvöld og nótt, og dregur úr úrkomu S-lands. Minnkandi norðlæg átt og áfram rigning eða snjókoma um landið N-vert á morgun, en þurrt að kalla sunnan heiða. Norðan 5-13 og úrkomuminna síðdegis. Á laugardag: Norðan og norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða rigning um landið N- og A-vert, annars hægari og úrkomulítið. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu með deginum. Hiti um og yfir frostmarki. Á sunnudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él um landið S-vert. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag: Gengur í norðaustan 8-15 með dálítilli snjókomu eða slyddu á N- og A-landi, en þurru veðri SV- og V-lands. Hiti um og undir frostmarki, en 1 til 6 stig við S-ströndina. Á þriðjudag: Minnkandi norðaustlæg átt og dálítil él um landið N- og A-vert, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Frost 2 til 10 stig.
Veður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sjá meira