Þrjár dýrustu snekkjur heims Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Ekki amalegt að eiga snekkju af þessari gerð. Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira. Hús og heimili Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira.
Hús og heimili Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira