Sjáðu fáránleg mistök Courtois í sigri Belga á Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 17:01 Thibaut Courtois horfir á eftir boltanum í markið eftir skelfileg mistök sín í leik Belga og Dana í gær. getty/John Berr Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira