Leysanlegt kolefnisklúður Daði Már Kristófersson skrifar 19. nóvember 2020 11:45 10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar