Segir Hannes okkar besta markvörð frá upphafi og vill halda honum í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Hannes Þór Halldórsson lék sinn 74. landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Englandi í gær, 4-0. vísir/hulda margrét Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira