Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Íþróttadeild Vísis skrifar 18. nóvember 2020 21:54 Ögmundur Kristinsson stóð sig vel í marki Íslands í kvöld. Getty/Carl Recine Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36