„Ef að þetta verður þeirra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda á“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 18:44 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfair Erik Hamréns hjá íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm „Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
„Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18
Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15