Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 16:30 Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tóku við landsliðinu haustið 2018 og hafa því stýrt því í rúmlega tvö ár. Síðasti leikur þeirra saman með liðið er í kvöld. vísir/vilhelm „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. Hamrén tilkynnti á laugardaginn að hann myndi hætta sem þjálfari íslenska landsliðsins. Lokaleikur þeirra Freys saman með liðið verður gegn Englandi á Wembley í kvöld, og það gæti sömuleiðis orðið síðasti landsleikur Kára sem verður með fyrirliðabandið. „Fótboltinn er eins og hann er og svona gerist. Við erum allir á þeim vagni að klára þetta almennilega fyrir þá [Hamrén og Frey], og skila vonandi sigri og þremur stigum í hús fyrir þá,“ segir Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Kári sagði á fréttamannafundi í gær að hann teldi gagnrýni á störf Hamréns og Freys hafa verið ómaklega. Leikmenn væru að minnsta kosti ánægðir með þeirra störf: „Já, við erum það. Auðvitað viljum við komast á EM, einföldu leiðina í gegnum riðilinn. En ef þú sérð hvernig hann spilast, og hvað okkur vantaði mörg stig til að komast á EM, við hefðum þurft 24-25 stig sem hefur aldrei tekist hjá íslenska landsliðinu, þá er þetta mjög erfitt og ekkert má fara úrskeiðis,“ segir Kári. Vissum að við værum með Tyrki í vasanum Hann kveðst alltaf hafa verið sannfærður um að Ísland myndi fá fleiri stig en Tyrkland úr innbyrðis leikjum liðanna í undankeppni EM, sem gekk eftir, en Tyrkir náðu í fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka og komust á EM. „Í öllum þessum riðlum sem við höfum spilað þá er eitthvað sem kemur manni á óvart. Það var Albanía á útivelli núna, Finnland á útivelli þar áður, en svo dettur þetta stundum manni í vil líka. Finnland náði jafntefli við Króatíu í undankeppni HM en núna fór þetta öfugt og Tyrkland náði jafntefli og sigri gegn Frökkum. Við vissum að við værum með Tyrki í vasanum og að ef þetta snerist um innbyrðis úrslit gegn þeim myndum við fara áfram. En svo er líka mikið af meiðslum, þetta er erfitt og við töpum á síðustu sekúndunum á móti Frakklandi með klaufalegu víti. Það var margt mjög gott í þessu,“ segir Kári, sem eins og fyrr segir er ánægður með störf Hamréns og Freys: „Þetta er náttúrulega leikur skoðana og það hafa allir rétt á sinni skoðun. Ég fæ ekki borgað fyrir að koma með mínar skoðanir, en ég veit samt nokkurn veginn hvað ég er að tala um.“ Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um kveðjustund Hamréns og Freys Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. 17. nóvember 2020 22:30 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
„Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. Hamrén tilkynnti á laugardaginn að hann myndi hætta sem þjálfari íslenska landsliðsins. Lokaleikur þeirra Freys saman með liðið verður gegn Englandi á Wembley í kvöld, og það gæti sömuleiðis orðið síðasti landsleikur Kára sem verður með fyrirliðabandið. „Fótboltinn er eins og hann er og svona gerist. Við erum allir á þeim vagni að klára þetta almennilega fyrir þá [Hamrén og Frey], og skila vonandi sigri og þremur stigum í hús fyrir þá,“ segir Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Kári sagði á fréttamannafundi í gær að hann teldi gagnrýni á störf Hamréns og Freys hafa verið ómaklega. Leikmenn væru að minnsta kosti ánægðir með þeirra störf: „Já, við erum það. Auðvitað viljum við komast á EM, einföldu leiðina í gegnum riðilinn. En ef þú sérð hvernig hann spilast, og hvað okkur vantaði mörg stig til að komast á EM, við hefðum þurft 24-25 stig sem hefur aldrei tekist hjá íslenska landsliðinu, þá er þetta mjög erfitt og ekkert má fara úrskeiðis,“ segir Kári. Vissum að við værum með Tyrki í vasanum Hann kveðst alltaf hafa verið sannfærður um að Ísland myndi fá fleiri stig en Tyrkland úr innbyrðis leikjum liðanna í undankeppni EM, sem gekk eftir, en Tyrkir náðu í fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka og komust á EM. „Í öllum þessum riðlum sem við höfum spilað þá er eitthvað sem kemur manni á óvart. Það var Albanía á útivelli núna, Finnland á útivelli þar áður, en svo dettur þetta stundum manni í vil líka. Finnland náði jafntefli við Króatíu í undankeppni HM en núna fór þetta öfugt og Tyrkland náði jafntefli og sigri gegn Frökkum. Við vissum að við værum með Tyrki í vasanum og að ef þetta snerist um innbyrðis úrslit gegn þeim myndum við fara áfram. En svo er líka mikið af meiðslum, þetta er erfitt og við töpum á síðustu sekúndunum á móti Frakklandi með klaufalegu víti. Það var margt mjög gott í þessu,“ segir Kári, sem eins og fyrr segir er ánægður með störf Hamréns og Freys: „Þetta er náttúrulega leikur skoðana og það hafa allir rétt á sinni skoðun. Ég fæ ekki borgað fyrir að koma með mínar skoðanir, en ég veit samt nokkurn veginn hvað ég er að tala um.“ Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um kveðjustund Hamréns og Freys
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. 17. nóvember 2020 22:30 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. 17. nóvember 2020 22:30
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58