Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 01:17 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur sagt að minnst fjórðungur Íslendinga tejlist til áhættuhóps vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira