Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 01:17 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur sagt að minnst fjórðungur Íslendinga tejlist til áhættuhóps vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira
Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Sjá meira