Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 15:38 Alls er gert ráð fyrir að 19,1 milljörðum króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021, að því er segir í tilkynningu. Vísir/Vilhelm Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. Með frumvarpinu, sem taka á gildi um áramótin, munu foreldrar hvort um sig geta tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Drög að frumvarpinu voru sett í samráðsgátt stjórnvalda í september en í tilkynningu segir að tekin hafi verið mið af athugasemdum sem þar bárust. Frumvarpið er afrakstur vinnu nefndar sem hófst í ágúst 2019, sem fólst í að endurskoða lög um fæðingar- og foreldraorlof í heild sinni. Tuttugu ár eru einmitt liðin frá gildistöku þeirra laga nú í ár. Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu núna er lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður sex mánuðir en foreldrum verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli og því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/vilhelm Fæðingarorlof er í dag tíu mánuðir; fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og tveir mánuðir sem foreldrar eiga sameiginlega. Í drögum að frumvarpinu var jafnframt lagt til að réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar falli niður þegar barnið nær átján mánaða aldri. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu var þó horfið frá þessu. Rétturinn verður því áfram miðaður við 24 mánuði líkt og nú. Styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu Í frumvarpinu eru jafnframt lagðar til frekari heimildir til yfirfærslu réttinda á milli foreldra þegar annað foreldri getur ekki af nánar tilgreindum ástæðum nýtt sinn rétt til fæðingarorlofs. Þær heimildir eru: Þegar ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn samkvæmt barnalögum. Þegar foreldri er gert að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunarbann og/eða brottvísun. Þegar annað foreldrið hefur ekki rétt til töku fæðingarorlofs/fæðingarstyrks hérlendis né heldur sjálfstæðan rétt til töku orlofs í sínu heimaríki. Þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða hún verulega takmörkuð, svo sem undir eftirliti einvörðungu, á grundvelli niðurstöðu lögmæts stjórnvalds eða dómstóla. Forsjárforeldri þarf að sækja um þessa tilfærslu réttinda til Vinnumálastofnunar sem tekur ákvörðun í málinu. Þá er lagt til að barnshafandi foreldri verði veittur sérstakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu í þeim tilvikum þegar foreldrið þarf að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu, fyrir áætlaðan fæðingardag, í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barnsins. Alls er gert ráð fyrir að 19,1 milljörðum króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021. Í tilkynningu segir að það sé „tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs.“ Frumvarp Ásmundar var nokkuð umdeilt en yfir 250 umsagnir bárust um það í samráðsgátt. Í mörgum umsagnanna var kallað eftir meiri sveigjanleika. Lýst var yfir óánægju með að skipta ætti orlofi jafnt milli foreldra og að aðeins einn mánuður væri framseljanlegur. Aðrir lýstu þó yfir ánægju með jöfnu skiptinguna en markmið hennar er að auka jafnrétti kynjanna og tryggja barni jafnan rétt til umgengni við foreldra sína. Fréttin hefur verið uppfærð. Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tryggja þarf betur rétt foreldra langveikra barna Barátta foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna er risavaxin og langvarandi. Ábyrgðin sem á herðum þeirra hvílir og álagið sem fylgir daglegu lífi er ólíkt því sem langflest fólk upplifir nokkur tímann 15. október 2020 14:47 Útgjöld ríkis vegna lengingar fæðingarorlofs aukast um 1,8 milljarða Útgjöld ríkisins vegna lengingar fæðingarorlofs úr 10 mánuðum í 12 munu aukast um 1,9 milljarða á ári. Alls mun kostnaður ríkissjóðs vegna fæðingarorlofs þar með nema um 19 milljörðum á ári. 1. október 2020 10:38 Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. Með frumvarpinu, sem taka á gildi um áramótin, munu foreldrar hvort um sig geta tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Drög að frumvarpinu voru sett í samráðsgátt stjórnvalda í september en í tilkynningu segir að tekin hafi verið mið af athugasemdum sem þar bárust. Frumvarpið er afrakstur vinnu nefndar sem hófst í ágúst 2019, sem fólst í að endurskoða lög um fæðingar- og foreldraorlof í heild sinni. Tuttugu ár eru einmitt liðin frá gildistöku þeirra laga nú í ár. Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu núna er lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður sex mánuðir en foreldrum verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli og því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/vilhelm Fæðingarorlof er í dag tíu mánuðir; fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og tveir mánuðir sem foreldrar eiga sameiginlega. Í drögum að frumvarpinu var jafnframt lagt til að réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar falli niður þegar barnið nær átján mánaða aldri. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu var þó horfið frá þessu. Rétturinn verður því áfram miðaður við 24 mánuði líkt og nú. Styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu Í frumvarpinu eru jafnframt lagðar til frekari heimildir til yfirfærslu réttinda á milli foreldra þegar annað foreldri getur ekki af nánar tilgreindum ástæðum nýtt sinn rétt til fæðingarorlofs. Þær heimildir eru: Þegar ekki hefur reynst mögulegt að feðra barn samkvæmt barnalögum. Þegar foreldri er gert að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunarbann og/eða brottvísun. Þegar annað foreldrið hefur ekki rétt til töku fæðingarorlofs/fæðingarstyrks hérlendis né heldur sjálfstæðan rétt til töku orlofs í sínu heimaríki. Þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða hún verulega takmörkuð, svo sem undir eftirliti einvörðungu, á grundvelli niðurstöðu lögmæts stjórnvalds eða dómstóla. Forsjárforeldri þarf að sækja um þessa tilfærslu réttinda til Vinnumálastofnunar sem tekur ákvörðun í málinu. Þá er lagt til að barnshafandi foreldri verði veittur sérstakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu í þeim tilvikum þegar foreldrið þarf að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu, fyrir áætlaðan fæðingardag, í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barnsins. Alls er gert ráð fyrir að 19,1 milljörðum króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021. Í tilkynningu segir að það sé „tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs.“ Frumvarp Ásmundar var nokkuð umdeilt en yfir 250 umsagnir bárust um það í samráðsgátt. Í mörgum umsagnanna var kallað eftir meiri sveigjanleika. Lýst var yfir óánægju með að skipta ætti orlofi jafnt milli foreldra og að aðeins einn mánuður væri framseljanlegur. Aðrir lýstu þó yfir ánægju með jöfnu skiptinguna en markmið hennar er að auka jafnrétti kynjanna og tryggja barni jafnan rétt til umgengni við foreldra sína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tryggja þarf betur rétt foreldra langveikra barna Barátta foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna er risavaxin og langvarandi. Ábyrgðin sem á herðum þeirra hvílir og álagið sem fylgir daglegu lífi er ólíkt því sem langflest fólk upplifir nokkur tímann 15. október 2020 14:47 Útgjöld ríkis vegna lengingar fæðingarorlofs aukast um 1,8 milljarða Útgjöld ríkisins vegna lengingar fæðingarorlofs úr 10 mánuðum í 12 munu aukast um 1,9 milljarða á ári. Alls mun kostnaður ríkissjóðs vegna fæðingarorlofs þar með nema um 19 milljörðum á ári. 1. október 2020 10:38 Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tryggja þarf betur rétt foreldra langveikra barna Barátta foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna er risavaxin og langvarandi. Ábyrgðin sem á herðum þeirra hvílir og álagið sem fylgir daglegu lífi er ólíkt því sem langflest fólk upplifir nokkur tímann 15. október 2020 14:47
Útgjöld ríkis vegna lengingar fæðingarorlofs aukast um 1,8 milljarða Útgjöld ríkisins vegna lengingar fæðingarorlofs úr 10 mánuðum í 12 munu aukast um 1,9 milljarða á ári. Alls mun kostnaður ríkissjóðs vegna fæðingarorlofs þar með nema um 19 milljörðum á ári. 1. október 2020 10:38
Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. 30. september 2020 07:00