Þrír Íslandsvinir mæta með liði Glasgow City á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 15:01 Mairead Fulton (númer 7) óskar hér Valskonum til hamingju með Íslandsmeistaratiilinn í fyrra ásamt þáverandi liðsfélögum hennar í Keflavík. Vísir/Daníel Þór Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira