Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2020 12:59 Katrín Jakobsdóttir, segir að harmleikurinn á Landakoti og skýrslan í framhaldinu sýna fram á brýna þörf fyrir uppbyggingu nýs sjúkrahúss. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sýndi að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hefðu borist inn í húsnæðið með skömmu millibili. Þá leiddi hún í ljós að aðstæður og aðbúnaður væru ófullnægjandi. Nær engin loftræsting er til staðar sem bætti síðan gráu ofan á svart. Fréttastofa ræddi í morgun við fyrrverandi deildarstjóra á Landakoti, sem þekkir húsnæðið vel, sem sagði húsnæðið ekki á vetur setjandi og sá ekki fyrir sér að starfsemi geti áfram verið í húsnæðinu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hvort skýrslan sýndi ekki fram á ákveðna veikleika í heilbrigðiskerfinu hvað varðar umönnun eldra fólks. „Þessi skýrsla er náttúrulega innri úttekt Landspítalans og nú fer hún í það ferli að landlæknir tekur málið til skoðunar þannig að ég vil í fyrsta lagi segja að ég tel að þetta mál sé í hárréttu ferli og í öðru lagi sýnir þetta þörfina á því að reisa nýjan Landspítala. Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn setti þá framkvæmd af stað, það var forgangsatriði að koma henni af stað því það hefur lengi legið fyrir að endurnýja húsnæði.“ Skýrslan hafi að auki sýnt fram á að annars konar úrbóta sé þörf. „Síðan er ýmislegt annað sem þarna kemur fram sem sýnir að úrbóta er þörf sem Landspítalann mun taka á sem varða þá ýmis smærri atriði, sóttvarnarráðstafanir og fleira og ég held að það sé mikilvæt að við drögum lærdóm af þessu en minni líka á að málið, auðvitað, er áfram í ferli og verður tekið til þessarar skoðunar hjá landlækni.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sýndi að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hefðu borist inn í húsnæðið með skömmu millibili. Þá leiddi hún í ljós að aðstæður og aðbúnaður væru ófullnægjandi. Nær engin loftræsting er til staðar sem bætti síðan gráu ofan á svart. Fréttastofa ræddi í morgun við fyrrverandi deildarstjóra á Landakoti, sem þekkir húsnæðið vel, sem sagði húsnæðið ekki á vetur setjandi og sá ekki fyrir sér að starfsemi geti áfram verið í húsnæðinu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hvort skýrslan sýndi ekki fram á ákveðna veikleika í heilbrigðiskerfinu hvað varðar umönnun eldra fólks. „Þessi skýrsla er náttúrulega innri úttekt Landspítalans og nú fer hún í það ferli að landlæknir tekur málið til skoðunar þannig að ég vil í fyrsta lagi segja að ég tel að þetta mál sé í hárréttu ferli og í öðru lagi sýnir þetta þörfina á því að reisa nýjan Landspítala. Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn setti þá framkvæmd af stað, það var forgangsatriði að koma henni af stað því það hefur lengi legið fyrir að endurnýja húsnæði.“ Skýrslan hafi að auki sýnt fram á að annars konar úrbóta sé þörf. „Síðan er ýmislegt annað sem þarna kemur fram sem sýnir að úrbóta er þörf sem Landspítalann mun taka á sem varða þá ýmis smærri atriði, sóttvarnarráðstafanir og fleira og ég held að það sé mikilvæt að við drögum lærdóm af þessu en minni líka á að málið, auðvitað, er áfram í ferli og verður tekið til þessarar skoðunar hjá landlækni.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55
„Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06