Loka stórum hluta Kastrup-flugvallar Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 08:20 24 brottfararhliðum verður lokað frá og með 25. nóvember. Getty Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag. Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag.
Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira