Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 10:01 Erik Hamren er að fara að kveðja íslenska landsliðið á Wembley annað kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira