Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2020 22:06 Systurnar í Svartárkoti í Suður-Þingeyjarsýslu, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur. Arnar Halldórsson Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta konan sem gegndi formennsku í Bændasamtökum Íslands, Guðrún Tryggvadóttir, og einn fræknasti körfuboltakappi landsins, Tryggvi Snær Hlinason, eru mæðgin og eiga það sammerkt að hafa vaxið úr grasi í Svartárkoti. Jörðin var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum þegar systurnar Sigurlína og Guðrún ákváðu með eiginmönnum sínum að taka við búskapnum af foreldrum sínum - en ekki bara til að rækta sauðfé. Svartárkot liggur í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og er í jaðri Ódáðahrauns, sem sést í baksýn. Fjær eru Dyngjufjöll og Askja.Arnar Halldórsson „Við erum svona á mörkunum á byggð og óbyggð. Sumir segja að við séum handan við hinn byggilega heim,“ segir Guðrún og hlær. Sú sérstaða nýtist þeim núna til að taka á móti alþjóða háskólahópum sem vilja stúdera mannlíf á jaðrinum. En hvað finnst þeim um að hálendið verði allt gert að þjóðgarði? „Bullandi tækifæri,“ svarar Guðrún. Systurnar setja þó þá fyrirvara að áfram verði leyft að nýta hálendið og græða það upp og að ekki verði lokað og læst. „Það hefur stundum verið svolítil lenska að loka leiðum. Við erum ekki á því. Við erum meira svona.. - við viljum hafa þessar leiðir opnar,“ segir Sigurlína. „Laga en ekki loka,“ skýtur Guðrún inn í. „Laga en ekki loka. Þannig að fólk fái aðgengi að hálendinu. Ekki bara þeir sem geta gengið vegna þess að það eru fleiri,“ segir Sigurlína. Svartárkot hefur undanfarin ár verið vettvangur námskeiðahalds fyrir erlenda sem innlenda háskólahópa.Arnar Halldórsson Systurnar vilja raunar stórbæta vegina. „Ég meina, - einhverjir malbikaðir vegir yfir hálendið myndu bara stytta leiðirnar á milli,“ segir Guðrún. Fjallað var um lífið í Svartárkoti og ævintýralegan frama sveitastráksins í atvinnumennsku á Spáni í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Umhverfismál Þjóðgarðar Landbúnaður Samgöngur Vatnajökulsþjóðgarður Skógrækt og landgræðsla Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta konan sem gegndi formennsku í Bændasamtökum Íslands, Guðrún Tryggvadóttir, og einn fræknasti körfuboltakappi landsins, Tryggvi Snær Hlinason, eru mæðgin og eiga það sammerkt að hafa vaxið úr grasi í Svartárkoti. Jörðin var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum þegar systurnar Sigurlína og Guðrún ákváðu með eiginmönnum sínum að taka við búskapnum af foreldrum sínum - en ekki bara til að rækta sauðfé. Svartárkot liggur í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og er í jaðri Ódáðahrauns, sem sést í baksýn. Fjær eru Dyngjufjöll og Askja.Arnar Halldórsson „Við erum svona á mörkunum á byggð og óbyggð. Sumir segja að við séum handan við hinn byggilega heim,“ segir Guðrún og hlær. Sú sérstaða nýtist þeim núna til að taka á móti alþjóða háskólahópum sem vilja stúdera mannlíf á jaðrinum. En hvað finnst þeim um að hálendið verði allt gert að þjóðgarði? „Bullandi tækifæri,“ svarar Guðrún. Systurnar setja þó þá fyrirvara að áfram verði leyft að nýta hálendið og græða það upp og að ekki verði lokað og læst. „Það hefur stundum verið svolítil lenska að loka leiðum. Við erum ekki á því. Við erum meira svona.. - við viljum hafa þessar leiðir opnar,“ segir Sigurlína. „Laga en ekki loka,“ skýtur Guðrún inn í. „Laga en ekki loka. Þannig að fólk fái aðgengi að hálendinu. Ekki bara þeir sem geta gengið vegna þess að það eru fleiri,“ segir Sigurlína. Svartárkot hefur undanfarin ár verið vettvangur námskeiðahalds fyrir erlenda sem innlenda háskólahópa.Arnar Halldórsson Systurnar vilja raunar stórbæta vegina. „Ég meina, - einhverjir malbikaðir vegir yfir hálendið myndu bara stytta leiðirnar á milli,“ segir Guðrún. Fjallað var um lífið í Svartárkoti og ævintýralegan frama sveitastráksins í atvinnumennsku á Spáni í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Umhverfismál Þjóðgarðar Landbúnaður Samgöngur Vatnajökulsþjóðgarður Skógrækt og landgræðsla Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14
Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28
Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57