Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 19:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Rétt rúmur mánuður er síðan hópur hægri sinnaða öfgamanna var handtekinn í ríkinu fyrir að ætla að ræna Whitmer og myrða hana. Ráðgjafinn, Scott Atlas, sagðist þó ekki vera að hvetja til ofbeldis. Hann birti fyrsta ákall sitt í gær. Það sneri að hertum sóttvarnaaðgerðum í Michigan þar sem smituðum hefur farið hratt fjölgandi að undanförnu. „Eina leiðin til að stoppa þetta er að fólk rísi upp gegn þessu. Þú færð það sem þú samþykkir,“ skrifaði Atlast og bætti við myllumerkjunum #FrelsiðSkiptirMáli og #StígðuUpp. The only way this stops is if people rise up. You get what you accept. #FreedomMatters #StepUp https://t.co/8QKBszgKTM— Scott W. Atlas (@ScottWAtlas) November 15, 2020 Seinna meir bætti Atlas svo við að hann hefði ekki verið að hvetja til ofbeldis. Það myndi hann aldrei gera. Þess í stað væri hann að vísa til atkvæðaréttar og friðsamra mótmæla. Atlas, sem er læknir og taugasérfræðingur, hefur enga reynslu af sóttvörnum og vann sér inn traust Trumps með því að kalla eftir því að sóttvarnaraðgerðir verði felldar niður og með því að tala niður hættuna af Covid-19. Hinar hertu sóttvarnaaðgerðir sem Atlas var að mótmæla snúa meðal annars að því að loka veitingahúsum og krám, spilavítum, líkamsræktarstöðvum, kvikmyndahúsum og annars konar innanhússtarfsemi næstu þrjár vikurnar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Whitmer það hafa verið sláandi að sjá ummæli Atlas. Hún sagðist meðvituð um að starfsmenn Hvíta hússins notuðu hana ítrekað í pólitískum tilgangi en hún myndi þó ekki láta þvinga sig til að hætta að fara eftir tilmælum sérfræðinga. Hún hlustaði á fólk sem hefði virkilega kynnt sér sóttvarnir og væri virt í þeim heimi. Ekki aðila sem færu eingöngu eftir skipunum forsetans. Sjá einnig: Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Trump hefur iðulega gagnrýnt Whitmer harðlega vegna þeirra sóttvarna sem hún hefur gripið til í Michigan og kallað eftir því að ríkið verði „frelsað“. Whitmer hefur kennt ummælum Trump um að öfgamenn hafi gert hana að skotmarki.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14