Helgi Valur spilar fertugur í Pepsi Max: Engin pressa frá konunni um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 10:30 Helgi Valur Daníelsson náði aðeins að spila þrjá leiki með Fylki í Pepsi Max deild karla sumarið 2020 en hann fótbrotnaði í leik á móti Gróttu. Vísir/Vilhelm Margir héldu að fótboltaferill Helga Vals Daníelssonar væri á enda þegar hann fótbrotnaði illa í leik í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Guðjón Guðmundsson hitti Helga Val og fékk vita meira um ákvörðun hans að spila með Fylki í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. Helgi Valur Daníelsson heldur upp á fertugsafmælið í júlí í sumar og mun því væntanlega spila í Pepsi Max deildinni á fimmtugsaldri. Hann tók stóra ákvörðun með að snúa aftur og taka eitt tímabil í viðbót en af hverju? „Það var fyrst og fremst svekkelsi að missa í rauninni af öllu tímabilinu eftir að hafa gengið í gegnum langan vetur og vor með allt sem var í gangi. Ég var ótrúlega spenntur fyrir sumrinu og það var gaman að spila síðast sumar sem gekk vel,“ sagði Helgi Valur. „Mér fannst liðið vera á réttri leið og fannst að þetta ætti eftir að vera gott sumar sem það svo varð. Mér fannst leiðinlegt að taka ekki þátt eins mikið og ég gat. Ég lít því á næsta sumar sem möguleika á að njóta þess að spila aftur,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilaði á sínum tíma 33 landsleiki fyrir Íslands en hann kom heim árið 2018 eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Hann hafði þá ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þá heillaði að taka slaginn með Fylki. En var það erfið ákvörðun? Helgi Valur Daníelsson borinn fótbrotinn af velli í Gróttuleiknum í sumar.Vísir/Vilhelm „Nei í rauninni ekki. Ég var búinn að vera að pæla í því í tvö ár að hætta. Það er erfitt að skipta alveg þegar maður er búinn að vera í fótbolta allt sitt líf. Ég hékk í þessu á meðan ég fékk fína samninga og ég reyndi að njóta þess en ég bara gerði það ekki,“ sagði Helgi Valur. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef svo gaman af þessu núna að maður getur bara spilað í X mörg ár í fótbolta og ég hef því notið þess enn meira eftir að ég byrjaði aftur,“ sagði Helgi Valur. Það er ekki létt verk fyrir 39 ára gamlan mann að halda sér í standi. „Ég held að þetta sé nú að breytast og að menn geti alveg spilað lengur. Það er haldið vel utan um leikmenn og á meðan álagið er rétt þá eru aðstæðurnar þannig að menn geta spilað ef þeir hafa hug til þess. Eins og er þá er ég í réttu standi andlega til þess að spila áfram. Það er engin pressa að heiman frá konunni að hætta. Ég held að þetta gangi alveg þó að ég sé 39 ára,“ sagði Helgi Valur. Er þetta þá hugarástand? „Menn verða kannski þreyttir og það er pressa frá öðrum hlutum í lífinu varðandi vinnu og fjölskyldu sem fær menn til að missa áhugann. Sem ég gerði á sínum tíma en meðan maður er í réttu hugarástandi þá getur maður haldið áfram,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilar áfram á næsta tímabili! #FylkirStoltirAlltaf https://t.co/3SqclxqOBW pic.twitter.com/aOaM6laS3j— Fylkir FC (@FylkirFC) November 9, 2020 Hvernig sér Helgi Valur Fylkisliðið fyrir sér á næsta sumri? „Ég er búinn að vera mjög ánægður með þjálfarteymið eftir að þeir komu og uppbygginguna. Þeir eru að finna stráka sem eru að koma til okkar frá minni liðum. Við fengum Dodda frá Vesta (Þórður Gunnar Hafþórsson) og Arnór Gauta (Jónsson) frá Aftureldingu og fleiri. Við erum með mjög spennandi leikmann eins og Bretann Djair. Ég sé að við getum tekið skref fram á við á næsta tímabili,“ sagði Helgi Valur og bætti við: „Ég veit ekki alveg með Óla (Ólaf Inga Skúlason) hvort að hann sé hættur eða ekki. Ég vona að hann haldi áfram en verður í kringum þetta áfram sem þjálfari. Það fer smá reynsla þar ég held að við höfum gott að því að hafa náð að spila á svo mörgum ungum leikmönnum. Þess vegna tel ég að við getum tekið skref á næsta ári og gert alvöru atlögu að Evrópusæti eins og við vorum nálægt því að gera í ár,“ sagði Helgi Valur. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Helga Val Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Margir héldu að fótboltaferill Helga Vals Daníelssonar væri á enda þegar hann fótbrotnaði illa í leik í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Guðjón Guðmundsson hitti Helga Val og fékk vita meira um ákvörðun hans að spila með Fylki í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. Helgi Valur Daníelsson heldur upp á fertugsafmælið í júlí í sumar og mun því væntanlega spila í Pepsi Max deildinni á fimmtugsaldri. Hann tók stóra ákvörðun með að snúa aftur og taka eitt tímabil í viðbót en af hverju? „Það var fyrst og fremst svekkelsi að missa í rauninni af öllu tímabilinu eftir að hafa gengið í gegnum langan vetur og vor með allt sem var í gangi. Ég var ótrúlega spenntur fyrir sumrinu og það var gaman að spila síðast sumar sem gekk vel,“ sagði Helgi Valur. „Mér fannst liðið vera á réttri leið og fannst að þetta ætti eftir að vera gott sumar sem það svo varð. Mér fannst leiðinlegt að taka ekki þátt eins mikið og ég gat. Ég lít því á næsta sumar sem möguleika á að njóta þess að spila aftur,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilaði á sínum tíma 33 landsleiki fyrir Íslands en hann kom heim árið 2018 eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Hann hafði þá ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þá heillaði að taka slaginn með Fylki. En var það erfið ákvörðun? Helgi Valur Daníelsson borinn fótbrotinn af velli í Gróttuleiknum í sumar.Vísir/Vilhelm „Nei í rauninni ekki. Ég var búinn að vera að pæla í því í tvö ár að hætta. Það er erfitt að skipta alveg þegar maður er búinn að vera í fótbolta allt sitt líf. Ég hékk í þessu á meðan ég fékk fína samninga og ég reyndi að njóta þess en ég bara gerði það ekki,“ sagði Helgi Valur. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef svo gaman af þessu núna að maður getur bara spilað í X mörg ár í fótbolta og ég hef því notið þess enn meira eftir að ég byrjaði aftur,“ sagði Helgi Valur. Það er ekki létt verk fyrir 39 ára gamlan mann að halda sér í standi. „Ég held að þetta sé nú að breytast og að menn geti alveg spilað lengur. Það er haldið vel utan um leikmenn og á meðan álagið er rétt þá eru aðstæðurnar þannig að menn geta spilað ef þeir hafa hug til þess. Eins og er þá er ég í réttu standi andlega til þess að spila áfram. Það er engin pressa að heiman frá konunni að hætta. Ég held að þetta gangi alveg þó að ég sé 39 ára,“ sagði Helgi Valur. Er þetta þá hugarástand? „Menn verða kannski þreyttir og það er pressa frá öðrum hlutum í lífinu varðandi vinnu og fjölskyldu sem fær menn til að missa áhugann. Sem ég gerði á sínum tíma en meðan maður er í réttu hugarástandi þá getur maður haldið áfram,“ sagði Helgi Valur. Helgi Valur spilar áfram á næsta tímabili! #FylkirStoltirAlltaf https://t.co/3SqclxqOBW pic.twitter.com/aOaM6laS3j— Fylkir FC (@FylkirFC) November 9, 2020 Hvernig sér Helgi Valur Fylkisliðið fyrir sér á næsta sumri? „Ég er búinn að vera mjög ánægður með þjálfarteymið eftir að þeir komu og uppbygginguna. Þeir eru að finna stráka sem eru að koma til okkar frá minni liðum. Við fengum Dodda frá Vesta (Þórður Gunnar Hafþórsson) og Arnór Gauta (Jónsson) frá Aftureldingu og fleiri. Við erum með mjög spennandi leikmann eins og Bretann Djair. Ég sé að við getum tekið skref fram á við á næsta tímabili,“ sagði Helgi Valur og bætti við: „Ég veit ekki alveg með Óla (Ólaf Inga Skúlason) hvort að hann sé hættur eða ekki. Ég vona að hann haldi áfram en verður í kringum þetta áfram sem þjálfari. Það fer smá reynsla þar ég held að við höfum gott að því að hafa náð að spila á svo mörgum ungum leikmönnum. Þess vegna tel ég að við getum tekið skref á næsta ári og gert alvöru atlögu að Evrópusæti eins og við vorum nálægt því að gera í ár,“ sagði Helgi Valur. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Helga Val
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn