Landsliðsmennirnir sjö sem missa af leiknum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 07:46 Íslensku strákarnir fagna marki Ragnars Sigurðssonar á móti Englandi á EM 2016. Getty/ Marc Atkins Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir síðasta leik ársins og síðasta leikinn undir stjórn Erik Hamrén sem er Þjóðadeildarleikur gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson verða ekki með liðinu gegn Englandi og hafa yfirgefið íslenska hópinn. Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir síðasta leik ársins, Þjóðadeildarleik gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. https://t.co/vyUcMJIczy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2020 Inn í íslenska hópinn koma í staðinn þeir Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem allir voru í leikmannahópnum hjá U21 landsliðinu sem lék tvo leiki í undankeppni EM á dögunum. Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann gegn Englandi, þar sem hann fékk sína aðra áminningu í Þjóðadeildinni í leiknum gegn Dönum. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á miðvikudag, hefst kl. 19.45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson misstu allir líka af fyrri leiknum á móti Englendingum á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum og síðasti leikur þeirra á móti Englandi er því áfram leikurinn í Nice í júnílok 2016 þegar Ísland sló enska landsliðið út úr sextán liða úrslitunum á EM. Alfreð Finnbogason missti líka af fyrri leiknum við England í september og hefur aldrei mætt Englandi í landsleik því hann sat allan tímann á bekknum i leiknum fræga í Nice. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir síðasta leik ársins og síðasta leikinn undir stjórn Erik Hamrén sem er Þjóðadeildarleikur gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson verða ekki með liðinu gegn Englandi og hafa yfirgefið íslenska hópinn. Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir síðasta leik ársins, Þjóðadeildarleik gegn Englandi á Wembley á miðvikudag. https://t.co/vyUcMJIczy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2020 Inn í íslenska hópinn koma í staðinn þeir Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem allir voru í leikmannahópnum hjá U21 landsliðinu sem lék tvo leiki í undankeppni EM á dögunum. Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann gegn Englandi, þar sem hann fékk sína aðra áminningu í Þjóðadeildinni í leiknum gegn Dönum. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Wembley-leikvanginum í Lundúnum á miðvikudag, hefst kl. 19.45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson misstu allir líka af fyrri leiknum á móti Englendingum á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum og síðasti leikur þeirra á móti Englandi er því áfram leikurinn í Nice í júnílok 2016 þegar Ísland sló enska landsliðið út úr sextán liða úrslitunum á EM. Alfreð Finnbogason missti líka af fyrri leiknum við England í september og hefur aldrei mætt Englandi í landsleik því hann sat allan tímann á bekknum i leiknum fræga í Nice.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira