Súrefni sálarinnar Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2020 23:02 Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun