Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins.
Kasper Schmeichel og Albert Guðmundsson lentu saman í blálokin á fyrri hálfleiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson reyndi að stinga boltanum inn á Albert en Kasper Schmeichel var snöggur út úr danska markinu og náði boltanum.
Kasper Schmeichel lenti hins vegar á Alberti í framhaldinu og lá á eftir. Albert fann líka fyrir þessu og þetta var því þokkalegt högg.
Dómarinn gerði sem betur fer ekkert í þessu enda var þetta algjört slys og Albert alveg blásaklaus.
Kasper Schmeichel þurfti hins vegar að fara af velli og byrjaði ekki seinni hálfleikinn.
Hér fyrir neðan má sjá þetta samstuð hjá Kasper Schmeichel og Alberti.