Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeildinni er klárt, en leikurinn hefst kl. 19:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Átta breytingar eru á íslenska liðinu frá tapinu grátlega gegn Ungverjum. Gylfi Þór Sigurðsson mun bera fyrirliðabandið en hann er eini byrjunarliðsleikmaðurinn í kvöld ásamt Birki Bjarnasyni og Herði Björgvini Magnússyni sem byrjuðu einnig Ungverjaleikinn.
Byrjunarlið Íslands (5-3-2):
Rúnar Alex Rúnarsson
Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon, Ari Freyr Skúlason
Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Arnór Sigurðsson
Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson
Byrjunarlið Íslands í kvöld!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020
This is how we start the game!#fyririsland pic.twitter.com/pexSOU6as5