Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Fram hefur komið að sóttvarnarnlæknir ætli líklega að leggja til við heilbrigðisráðherra að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember og geta farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. Hann hefur hins vegar ekki ennþá skilað heilbrigðisráðherra tillögum um næstu aðgerðir á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm „Það eru bara að vinna að því að gera tillögur og skoða málið frá mörgum hliðum. Þessi hagræni hópur er búinn að skila af sér svo eru aðrir hópar. Ég á svo eftir að koma með aðrar tillögur sjálfur til heilbrigðisráðherra,“ segir Þórólfur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum Víglínunni í dag að einungis þrjú prósent þeirra sem koma til landsins velji að fara í 14 daga sóttkví í stað skimunnar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina.Það skiptir miklu máli að fyrir 1. desember getum við séð lengra fram í tímann varðandi ráðstafanir á landamærum. Það þarf að vera einhver fyrirsjáanleiki fyrir næsta sumar. Við erum að skoða ýmsa valkosti. Þær lausnir sem við getum séð til lengri tíma er að skimunarpróf erlendis frá verði gilt hér innan tiltekins tíma og fólk fari svo aftur í skimun en þó er óeðlilegt að slík ráðstöfun það taki gildi 1. desember,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Fram hefur komið að sóttvarnarnlæknir ætli líklega að leggja til við heilbrigðisráðherra að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember og geta farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. Hann hefur hins vegar ekki ennþá skilað heilbrigðisráðherra tillögum um næstu aðgerðir á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm „Það eru bara að vinna að því að gera tillögur og skoða málið frá mörgum hliðum. Þessi hagræni hópur er búinn að skila af sér svo eru aðrir hópar. Ég á svo eftir að koma með aðrar tillögur sjálfur til heilbrigðisráðherra,“ segir Þórólfur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum Víglínunni í dag að einungis þrjú prósent þeirra sem koma til landsins velji að fara í 14 daga sóttkví í stað skimunnar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina.Það skiptir miklu máli að fyrir 1. desember getum við séð lengra fram í tímann varðandi ráðstafanir á landamærum. Það þarf að vera einhver fyrirsjáanleiki fyrir næsta sumar. Við erum að skoða ýmsa valkosti. Þær lausnir sem við getum séð til lengri tíma er að skimunarpróf erlendis frá verði gilt hér innan tiltekins tíma og fólk fari svo aftur í skimun en þó er óeðlilegt að slík ráðstöfun það taki gildi 1. desember,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02
Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda