Djurgårdens bjargaði sér frá falli | Kristianstads og Rosengård töpuðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 16:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir hjálpaði Djurgårdens að halda sæti sínu í deildinni. Aftonbladet Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. Íslendingalið Djurgårdens þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en liðið hefur verið í bullandi fallbaráttu nær allt tímabilið. Djurgårdens fékk botnið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn og vann 2-0 heimasigur. Rachel Bloznalis kom heimaliðinu yfir strax á 4. mínútu og Linda Motlhalo svo gott sem gulltryggði sæti liðsins í deildinni með öðru marki liðsins þegar tólf mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 og sæti Djurgårdens öruggt fyrir næstu leiktíð. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum en Eskilstuna og Umeå voru þar fyrir neðan með 23 stig. Hélt Eskilstuna sæti sínu þar sem liðið var með betri markatölu en Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgårdens í dag og þá var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar. Léku þær báðar allan leikinn. Kristianstads tapaði á heimavelli fyrir Linköpings, lokatölur 1-2. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu átta mínútur leiksins í liði Kristianstads. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Með sigri hefði Kristianstads tryggt sér 2. sæti deildarinnar en þar endaði Rosengård með 47 stig á meðan Kristianstads endaði með 45 stig. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðju varnar Rosengård er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Växjö. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01 Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. Íslendingalið Djurgårdens þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en liðið hefur verið í bullandi fallbaráttu nær allt tímabilið. Djurgårdens fékk botnið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn og vann 2-0 heimasigur. Rachel Bloznalis kom heimaliðinu yfir strax á 4. mínútu og Linda Motlhalo svo gott sem gulltryggði sæti liðsins í deildinni með öðru marki liðsins þegar tólf mínútur lifðu leiks. Lokatölur 2-0 og sæti Djurgårdens öruggt fyrir næstu leiktíð. Liðið endaði í 9. sæti af 12 liðum en Eskilstuna og Umeå voru þar fyrir neðan með 23 stig. Hélt Eskilstuna sæti sínu þar sem liðið var með betri markatölu en Umeå. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgårdens í dag og þá var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar. Léku þær báðar allan leikinn. Kristianstads tapaði á heimavelli fyrir Linköpings, lokatölur 1-2. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu átta mínútur leiksins í liði Kristianstads. Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins. Með sigri hefði Kristianstads tryggt sér 2. sæti deildarinnar en þar endaði Rosengård með 47 stig á meðan Kristianstads endaði með 45 stig. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í miðju varnar Rosengård er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Växjö.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01 Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. 15. nóvember 2020 09:01
Elísabet komin með UEFA Pro þjálfaragráðu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstads, er nú komin með UEFA Pro þjálfaragráðu. Lið hennar gæti náð öðru sæti en lokaumferðin fer fram í dag. 15. nóvember 2020 10:30