Þau skerða til að fegra Ólafur Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2020 13:12 Skerðingar á greiðslum almannatrygginga til lífeyrisfólks hafa borið hátt í umræðu undanfarin ár. Aldraðir eru sístækkandi þjóðfélagshópur. Fólk 67 ára og eldra er nú um 45 þúsund að tölu. Um 10 til 15 þúsund manns stefna hraðbyri á að ganga inn í þennan hóp. Við erum að tala um a.m.k. 60 þúsund manns sem hafa beina hagsmuni af stefnu stjórnvalda um skerðingar í bráð og lengd. Fyrirkomulagið er út af fyrir sig einfalt. Fjárhæð ellilífeyris er ákveðin árlega. Hún er nú kr. 256.789 á mánuði. Hafi fólk tekjur skerðist þessi lífeyrir eftir ákveðinni reglu. Þetta eru skerðingarnar. Sjálfsbjargarviðleitni ekki leyfð Aldraður einstaklingur sem vill bæta hag sinn með vinnu má að hafa kr. 100 þúsund á mánuði áður en ellilífeyririnn er skertur. Eftir það eru hirtar 45 krónur af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta er skerðingin. Svo er skatturinn, milliþrep hans er um 37%. Ragnar Árnason prófessor hefur sýnt fram á að þegar saman koma skerðingar og skattar heldur einhleypingur eftir 27 krónum af hverjum 100 sem hann vinnur sér inn. Ef hann er í sambúð heldur hann eftir 35 krónum af 100. Til samanburðar heldur fullfrískur hálaunamaður á besta aldri eftir 54 krónum af síðustu 100 krónunum sem hann vinnur sér inn. Aldrað fólk er í skotlínunni þegar kemur að skattlagningu fyrir vinnu. Enginn þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir öðrum eins jaðarsköttum og aldraðir mega þola. Brotið gegn óskráðri reglu Þetta fyrirkomulag ofurskattlagningar felur í sér brot gegn óskráðri reglu í mannlegu félagi, að hverjum manni er boðið að bæta hag sinn með aukinni vinnu ef vilji og geta standa til þess. Allir menn eru gæddir meðfæddri sjálfsbjargarviðleitni sem fólki er í blóð borin. En nei, sjálfsbjörg leyfist ekki samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Lífeyrisréttindi í gerð upptæk – bótalaust Fái maður greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði er ellilífeyrir almannatrygginga skertur með áþekkum hætti. Skerðingar byrja eftir fyrstu 25 þúsund krónurnar úr lífeyrissjóði. Fólk er skyldað til að vera í lífeyrissjóði og greiða iðgjöld af launum sínum í hverjum mánuði. Lífeyrissjóðirnir sem settir voru á laggirnar með kjarasamningum 1969 áttu að tryggja fólki bætt kjör á efri árum umfram það sem almannatryggingar tryggðu með grunnlífeyri. Takið eftir, bætt kjör, ekki lakari kjör. Lagaskyldan um að greiða í lífeyrissjóð fól í sér fyrirheit um bætt kjör. Þetta fyrirheit liggur til grundvallar í íslensku samfélagi og var virt í fjörutíu ár. Allan þennan tíma þótti ekki koma til álita að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyristekna. Það var ekki fyrr en í hruninu 2009 að ákveðin var af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna skerðing í þessu efni. Hún stóð til 2013 og féll þá niður. Rof á áratuga fyrirheiti Viðsnúningur varð árið 2017. Ein stærð, ellilífeyrir, kom í stað grunnlífeyris og tekjutryggingar og tekið var tekið að skerða greiðslur almannatrygginga óheft frá 1. mars 2017. Með þessari ákvörðun var rofið fyrirheitið að skyldubundin aðild og greiðslur í lífeyrissjóð bætti hag eldra fólks umfram það sem grunnlífeyrir almannatrygginga tryggði því. Ákvörðun Alþingis að greiðslur úr lífeyrissjóðum skyldu skerða grunnlífeyri almannatrygginga fól í sér algjört trúnaðarbrot við launafólk sem skyldað var til með lögum að greiða iðgjöld af launum sínum í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamninga frá 1969. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyristekna fela í sér rof á lögfestu fyrirheiti. Fyrirheiti sem verður að standa við. Lífeyrisfólkið borgar sjálfu sér og greiðir fyrir fegrunina Með því að rjúfa fyrirheitið sparaði ríkissjóður sér 2018 ríflega 34 milljarða króna með skerðingum á lögbundnum greiðslum ellilífeyris, samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á liðnu þingi. Skerðingarnar taka til allra sem til næst eða næstum 95% eldra fólks. Er óverjandi með öllu að leggja á þennan afmarkaða þjóðfélagshóp þá kvöð að borga sjálfum sér um helming af greiðsluskyldu almannatrygginga til lífeyrisfólks. Í þessu ljósi skýrist af hverju Ísland er lægst meðal OECD-landa í framlögum ríkissjóðs til almannatrygginga. Ekkert hald er í þeirri viðbáru að ef framlag lífeyrisfólks, sem tekið er af því með skerðingunum, reiknist með séum við í miðjum hópi landa OECD. Þennan kerfishalla á ríkissjóði verða stjórnvöld að rétta af með öðrum hætti en ranglátum álögum á eldra fólk og aðra skjólstæðinga almannatrygginga. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Eldri borgarar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Skerðingar á greiðslum almannatrygginga til lífeyrisfólks hafa borið hátt í umræðu undanfarin ár. Aldraðir eru sístækkandi þjóðfélagshópur. Fólk 67 ára og eldra er nú um 45 þúsund að tölu. Um 10 til 15 þúsund manns stefna hraðbyri á að ganga inn í þennan hóp. Við erum að tala um a.m.k. 60 þúsund manns sem hafa beina hagsmuni af stefnu stjórnvalda um skerðingar í bráð og lengd. Fyrirkomulagið er út af fyrir sig einfalt. Fjárhæð ellilífeyris er ákveðin árlega. Hún er nú kr. 256.789 á mánuði. Hafi fólk tekjur skerðist þessi lífeyrir eftir ákveðinni reglu. Þetta eru skerðingarnar. Sjálfsbjargarviðleitni ekki leyfð Aldraður einstaklingur sem vill bæta hag sinn með vinnu má að hafa kr. 100 þúsund á mánuði áður en ellilífeyririnn er skertur. Eftir það eru hirtar 45 krónur af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta er skerðingin. Svo er skatturinn, milliþrep hans er um 37%. Ragnar Árnason prófessor hefur sýnt fram á að þegar saman koma skerðingar og skattar heldur einhleypingur eftir 27 krónum af hverjum 100 sem hann vinnur sér inn. Ef hann er í sambúð heldur hann eftir 35 krónum af 100. Til samanburðar heldur fullfrískur hálaunamaður á besta aldri eftir 54 krónum af síðustu 100 krónunum sem hann vinnur sér inn. Aldrað fólk er í skotlínunni þegar kemur að skattlagningu fyrir vinnu. Enginn þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir öðrum eins jaðarsköttum og aldraðir mega þola. Brotið gegn óskráðri reglu Þetta fyrirkomulag ofurskattlagningar felur í sér brot gegn óskráðri reglu í mannlegu félagi, að hverjum manni er boðið að bæta hag sinn með aukinni vinnu ef vilji og geta standa til þess. Allir menn eru gæddir meðfæddri sjálfsbjargarviðleitni sem fólki er í blóð borin. En nei, sjálfsbjörg leyfist ekki samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Lífeyrisréttindi í gerð upptæk – bótalaust Fái maður greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði er ellilífeyrir almannatrygginga skertur með áþekkum hætti. Skerðingar byrja eftir fyrstu 25 þúsund krónurnar úr lífeyrissjóði. Fólk er skyldað til að vera í lífeyrissjóði og greiða iðgjöld af launum sínum í hverjum mánuði. Lífeyrissjóðirnir sem settir voru á laggirnar með kjarasamningum 1969 áttu að tryggja fólki bætt kjör á efri árum umfram það sem almannatryggingar tryggðu með grunnlífeyri. Takið eftir, bætt kjör, ekki lakari kjör. Lagaskyldan um að greiða í lífeyrissjóð fól í sér fyrirheit um bætt kjör. Þetta fyrirheit liggur til grundvallar í íslensku samfélagi og var virt í fjörutíu ár. Allan þennan tíma þótti ekki koma til álita að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyristekna. Það var ekki fyrr en í hruninu 2009 að ákveðin var af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna skerðing í þessu efni. Hún stóð til 2013 og féll þá niður. Rof á áratuga fyrirheiti Viðsnúningur varð árið 2017. Ein stærð, ellilífeyrir, kom í stað grunnlífeyris og tekjutryggingar og tekið var tekið að skerða greiðslur almannatrygginga óheft frá 1. mars 2017. Með þessari ákvörðun var rofið fyrirheitið að skyldubundin aðild og greiðslur í lífeyrissjóð bætti hag eldra fólks umfram það sem grunnlífeyrir almannatrygginga tryggði því. Ákvörðun Alþingis að greiðslur úr lífeyrissjóðum skyldu skerða grunnlífeyri almannatrygginga fól í sér algjört trúnaðarbrot við launafólk sem skyldað var til með lögum að greiða iðgjöld af launum sínum í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamninga frá 1969. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyristekna fela í sér rof á lögfestu fyrirheiti. Fyrirheiti sem verður að standa við. Lífeyrisfólkið borgar sjálfu sér og greiðir fyrir fegrunina Með því að rjúfa fyrirheitið sparaði ríkissjóður sér 2018 ríflega 34 milljarða króna með skerðingum á lögbundnum greiðslum ellilífeyris, samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á liðnu þingi. Skerðingarnar taka til allra sem til næst eða næstum 95% eldra fólks. Er óverjandi með öllu að leggja á þennan afmarkaða þjóðfélagshóp þá kvöð að borga sjálfum sér um helming af greiðsluskyldu almannatrygginga til lífeyrisfólks. Í þessu ljósi skýrist af hverju Ísland er lægst meðal OECD-landa í framlögum ríkissjóðs til almannatrygginga. Ekkert hald er í þeirri viðbáru að ef framlag lífeyrisfólks, sem tekið er af því með skerðingunum, reiknist með séum við í miðjum hópi landa OECD. Þennan kerfishalla á ríkissjóði verða stjórnvöld að rétta af með öðrum hætti en ranglátum álögum á eldra fólk og aðra skjólstæðinga almannatrygginga. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun