Tryggvi Hlinason og liðsfélagar hans í Zaragoza lutu í lægra haldi fyrir Fuenlabrada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.
Zaragoza var yfir nánast allan leikinn, staðan í hálfleik 48-33 þeim í vil og fyrir lokaleikhlutan var liðið enn fjórtán stigum yfir, 70-56. Fuenlabrada tók hinsvegar öll völd í fjórða leikhluta sem þeir unnu 26-11 og lokatölur í leiknum 82-81 Fuenlabrada í vil.
Tryggvi skoraði átta stig í leiknum, sem öll komu í fyrri hálfleik, og þar að auki tók hann fimm fráköst.