Skemmtikrafturinn Sóli Hólm brá sér í gervi Sölva Tryggvasonar í þætti gærkvöldsins af Föstudagskvöldi með Gumma Ben og Sóla. Sölvi var gestur þáttarins og tók vel í grínið.
Sölvi hefur undanfarið haldið út einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, þar sem hann fær landsþekkta einstaklinga í sett og ræðir við þau um daginn og veginn. Viðtöl Sölva hafa einnig verið birt í myndbandsútgáfu á YouTube.
Í viðtölunum hefur Sölvi einnig deilt sögum af sjálfum sér og má segja að Sóli hafi skotið léttilega á hann í innslaginu í gær. „Ég þarf breitt bak í þetta,“ sagði Sölvi eftir innslagið og hló.
Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.