Þakkar Counter-Strike fyrir að koma sér upp úr sínum dýpsta dal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 09:00 Ólafur Barði á góðri stundu. Tuddinn Ólafur Barði Guðmundsson, einn besti leikmaður Íslands í tölvuleiknum Counter-Strike undanfarin ár ræddi við Vísi í gær um hvernig tölvuleikurinn kom honum í gegnum hans erfiðasta tíma eftir að hann meiddist illa og þurfti að hætta í fótbolta. Farið var yfir víðan völl og til að mynda rætt um það gífurlega fjármagn sem er komið í rafíþróttir út í heimi ásamt því toppfólki sem Ólafur hefur kynnst hér á landi í gegnum leikinn, þar á meðal besta vini sínum og samherja í dag. Að lokum var farið yfir Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar í CS:Go þar sem Ólafur Barði gæti mætt litla bróðir sínum, Davið Guðmundssyni, fari svo að lið þeirra komist í undanúrslit. Allir leikir Stórmeistaramótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport. Hefst mótið klukkan 15.00 í dag. Mjög þakklátur að hafa kynnst Counter-Strike Ólafur segir Counter-Strike í raun hafa bjargað sér á sínum tíma. Hann æfði fótbolta með Fjölni í Grafarvogi á sínum tíma og var úti nær öllum stundum, annað hvort á æfingum eða með vinum sínum. „Ég æfði fótbolta á sínum tíma og var eiginlega út í fótbolta allan daginn þá. Maður var úti að leika sér í þrjá tíma, fór á æfingu, heim að borða og svo aftur út í fótbolta. Svo ríf ég nárann á mér einfaldlega í sundur þegar ég er að fara í menntaskóla. Var frá í rúmlega ár, fór til sjúkraþjálfara og allt en það gekk ekkert. Það gerði mig í rauninni mjög þunglyndan,“ sagði Ólafur Barði um þau áhrif sem það hafði á hann að meiðast á þessum aldri og detta alveg út úr fótboltanum. Byrjaði í CS þökk sé bróðir sínum „Ég byrja í rauninni í Counter-Strike út af litla bróður mínum, svo varð ég bara miklu betri en hann,“ sagði Ólafur og hló. „Ég varð svo einfaldlega ástfanginn af leiknum, svipað eins og ég var af fótbolta. Ég er mjög þakklátur að hafa kynnst Counter-Strike, ég notaði leikinn til að komast yfir fótboltann. Vill ekki hugsa um hvað hefði gerst ef ég hefði ekki dottið inn í CS, var svo þunglyndur. Þar kynntist ég frábæru fólki – til að mynda besta vini mínum, Kristjáni Finnssyni [kruzer], samherja hjá KR í dag. Ég veit ekki um eina slæma sál í CS samfélaginu, það eru allir ljúfir sem lömb.“ „Það má segja að Counter-Strike hafi bjargað lífi mínu á þessum tíma, svona þannig lagað. Maður var mjög feiminn og hræddur einstaklingur út á við. Var það samt ekki í tölvunni. Gat alveg opnað mig og látið aðeins í mér heyra. Það opnaði dyr og hjálpaði mér mikið, get ímyndað mér að ég sé ekkert einn um það.“ „Krakkar sem eru kannski ekki alveg með þetta félagslega leitast frekar í tölvur, af hverju ekki að leyfa þeim það bara. Auðvitað bara upp að vissu marki, það verður að vera ákveðið hámark á hversu mikið maður er í tölvunni en svo breytist það líka með tímanum. Ég spilaði miklu meira þegar ég var krakki og hafði endalausan frítíma, núna hefur maður ekkert tíma til að spila tólf tíma á dag eða spila alla nóttina eins og í menntaskóla.“ „Það er náttúrulega ekki hollt að spila í 12 tíma á dag og gera ekkert annað. Maður verður að gera eitthvað annað líka, koma sér í ræktina eða hreyfa sig – í rauninni bara hvað sem er. En ég var samt að spila svo lengi frá svona 17 til 19 ára. Kom heim úr skólanum eftir hádegi og spilaði til miðnættis, stundum alla nóttina. Í dag á ég svo erfitt með að spila fimm klukkutíma í einu.“ Um bróðurlega ást og KR „Sko þegar við lönum þá eru menn alveg að bauna á hvorn annan. Við látum hvorn annan heyra það, en það er allt í leiknum. Það eru allir það góðir vinir að menn taka þetta ekki of mikið inn á sig. Maður þarf líka að getað slökkt á þessu eftir keppni. Ég er samt alveg ágætlega stór persónuleiki þegar það kemur að því að keppa, sama hvort það var í fótbolta eða CS í dag. Ég er ekkert alltaf skemmtilegur en það vita það svo sem allir á Íslandi svo það er enginn reiður út í mig það lengi,“ segir Ólafur og hlær. Þeir bræður á góðri stundu. Ólafur Bárði Guðmundsson „Við bræður vorum á svipuðum stað í leiknum en á meðan hann fór að vera úti á kvöldin var ég heima að spila. Þá tók ég fram úr honum. Það hefði verið gaman að mæta honum og þeir hefðu alveg getað látið liðin okkar mætast í 8-liða úrslitum, það hefði verið gaman. Hefðum verið að öskra á hvorn annan hérna heima þar sem við búum saman. Ég á efri hæðinni en hann á neðri.“ Aðspurður hvort uppaldi Fjölnismaðurinn hafi ekkert hugsað sig tvisvar um áður en hann gekk til liðs við KR þá sagði Ólafur ekki svo vera. „Ég var bara ekkert að pæla í því ef ég á að vera hreinskilinn. Pæli voða lítið í þessum hlutum. Mæti bara þar sem ég á að mæta og spila eins vel og ég get. Vill samt ekkert vera félaginu til skammar, þetta er stórt félag. Þetta er samt bara áhugamál, fæ kannski smá klink hér og þar. Ég held músinni enn á borðinu svo að þegar yngri kynslóðin tekur við þá getur maður kannski farið að þjálfa.“ „Við erum eiginlega allir komnir á þennan aldur, 27 eða 28 ára, svo við getum ekkert spilað jafn mikið og önnur lið. Við reynum að spila saman þrisvar í viku en venjulega er þetta í kringum tvisvar í viku. Það væri alveg fróðlegt að sjá hvað myndi gerast ef við myndum spila saman fimm daga vikunnar en því miður hefur enginn tíma né orku í það. Væri auðvitað allt öðruvísi ef maður færi að fá góða upphæð fyrir að spila. Er ekkert að tala um einhver atvinnumannalaun en bara smá til að brúa bilið svo maður gæti æft meira heldur en bara eftir vinnu,“ sagði Ólafur um KR liðið. KR-liðið í heild sinni. Gríðarlegir fjármunir í tölvuleikjaspilun Undir lokin færðist umræðan út í þá miklu fjármuni sem eru í tölvuleikjum út í heimi í dag. „Það þarf ekkert að leita langt til að sjá fjármagnið sem er í þessu. Menn eru að fá fleiri fleiri milljónir fyrir að vinna einver smámót, svona á alþjóðlegan mælikvarða. Ef við færum okkur yfir í Dota þá geta menn unnið sér inn milljónir Bandaríkjadala, Fortnite líka. Það hefur verið rosaleg sprenging í rafíþróttum undnafarin ár.“ „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Það breytist allt með tíð og tíma, fólk fer að fara sjá hluti með nýjum augum. Ég meina það eru fleiri að horfa á úrslitaleiki í hinum ýmsu tölvuleikjum heldur en suma af stærstu íþróttaviðburðum í heimi. Ég held að það spili inn í að tölvurisar og fyrirtæki í þeim geira sjái sér leik á borði með því að dæla peningum inn í þetta því það er svo mikil athygli á þessu. Ef bestu leikmenn heims eru með tölvur eða búnað frá hinu eða þessu fyrirtækinu þá er það massíf auglýsing ef það eru tugir milljóna að fylgjast með.“ Að lokum bendir Ólafur á að rafíþróttir geti hjálpað fólki að fóta sig. „Bara benda fólki á að tékka á Counter-Strike, eða öðrum leikjum, þetta er mjög skemmtilegt og gæti opnað nýjar dyr. Það eru ekkert allir sem finna sig í íþróttum en gætu fundið sig á bakvið skjáinn. Svo veit maður aldrei, það eru rosalegir peningar í þessu og ég held að rafíþróttir [E-Sport] verða næst stærsta íþrótt í heimi eftir tíu ár. Verður gjörsamlega risastórt og ég held það verði meiri peningur í þessu en mörgu öðru.“ Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar í CS:GO hefst næstu helgi! Við ætlum ekki að fullyrða að þetta verði besta helgi ársins, en þetta verður klárlega áskorandi um bestu helgi ársins!Posted by Rafíþróttasamtök Íslands on Friday, November 13, 2020 Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar í CS:GO hefst næstu helgi. Verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Esport. Útsending hefst klukkan 15.00 og er langt fram eftir kvöldi. Úrslitaleikurinn er svo á sunnudaginn 22. nóvember. Ásamt KR verða Dusty, HaFiÐ og Fylkir þar ásamt áskorendaliðum Þórs, Viðstöðu, Samvisku og Vallea. Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir „Erum búnir að vinna England og erum að fara að mæta Frakklandi“ Spútniklið Samviskunnar mætir stórliði Dusty í fyrsta leik stórmeistaramótsins í CounterStrike. Leiðtogi Samviskunnar segir sigurlíkurnar engar en liðið muni fagna öllum áföngum sem nást. 12. nóvember 2020 11:30 Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Alexaner Aron Hannesson er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í eFótbolta þar sem keppt er í tölvuleiknum FIFA. Hann hefur þó töluvert lengur haft áhuga á fótbolta sem er spilaður á grasi og taldi sig í raun ekki nægilega góðan til að taka þátt í úrvalsdeildinni. 1. nóvember 2020 09:00 Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: 13. október 2020 06:31 Sáttir en vonbrigði ef staðan væri ekki svona Dusty trónir á toppi Vodafone CS:GO deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik til þessa. 6. október 2020 23:01 KR-ingar stefna á toppinn: Kórónufaraldurinn kom í veg fyrir þátttöku á móti erlendis Kristján Finnson, leikmaður KR í Vodafone deildinni, segir að móðir sín hafi ekki trúað honum þegar honum var boðið - að kostnaðarlausu - á móti erlendis aðeins 17 ára gamall. Metnaðurinn hefur breyst með árunum en það er alltaf jafn gaman að vinna. 3. október 2020 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
Ólafur Barði Guðmundsson, einn besti leikmaður Íslands í tölvuleiknum Counter-Strike undanfarin ár ræddi við Vísi í gær um hvernig tölvuleikurinn kom honum í gegnum hans erfiðasta tíma eftir að hann meiddist illa og þurfti að hætta í fótbolta. Farið var yfir víðan völl og til að mynda rætt um það gífurlega fjármagn sem er komið í rafíþróttir út í heimi ásamt því toppfólki sem Ólafur hefur kynnst hér á landi í gegnum leikinn, þar á meðal besta vini sínum og samherja í dag. Að lokum var farið yfir Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar í CS:Go þar sem Ólafur Barði gæti mætt litla bróðir sínum, Davið Guðmundssyni, fari svo að lið þeirra komist í undanúrslit. Allir leikir Stórmeistaramótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport. Hefst mótið klukkan 15.00 í dag. Mjög þakklátur að hafa kynnst Counter-Strike Ólafur segir Counter-Strike í raun hafa bjargað sér á sínum tíma. Hann æfði fótbolta með Fjölni í Grafarvogi á sínum tíma og var úti nær öllum stundum, annað hvort á æfingum eða með vinum sínum. „Ég æfði fótbolta á sínum tíma og var eiginlega út í fótbolta allan daginn þá. Maður var úti að leika sér í þrjá tíma, fór á æfingu, heim að borða og svo aftur út í fótbolta. Svo ríf ég nárann á mér einfaldlega í sundur þegar ég er að fara í menntaskóla. Var frá í rúmlega ár, fór til sjúkraþjálfara og allt en það gekk ekkert. Það gerði mig í rauninni mjög þunglyndan,“ sagði Ólafur Barði um þau áhrif sem það hafði á hann að meiðast á þessum aldri og detta alveg út úr fótboltanum. Byrjaði í CS þökk sé bróðir sínum „Ég byrja í rauninni í Counter-Strike út af litla bróður mínum, svo varð ég bara miklu betri en hann,“ sagði Ólafur og hló. „Ég varð svo einfaldlega ástfanginn af leiknum, svipað eins og ég var af fótbolta. Ég er mjög þakklátur að hafa kynnst Counter-Strike, ég notaði leikinn til að komast yfir fótboltann. Vill ekki hugsa um hvað hefði gerst ef ég hefði ekki dottið inn í CS, var svo þunglyndur. Þar kynntist ég frábæru fólki – til að mynda besta vini mínum, Kristjáni Finnssyni [kruzer], samherja hjá KR í dag. Ég veit ekki um eina slæma sál í CS samfélaginu, það eru allir ljúfir sem lömb.“ „Það má segja að Counter-Strike hafi bjargað lífi mínu á þessum tíma, svona þannig lagað. Maður var mjög feiminn og hræddur einstaklingur út á við. Var það samt ekki í tölvunni. Gat alveg opnað mig og látið aðeins í mér heyra. Það opnaði dyr og hjálpaði mér mikið, get ímyndað mér að ég sé ekkert einn um það.“ „Krakkar sem eru kannski ekki alveg með þetta félagslega leitast frekar í tölvur, af hverju ekki að leyfa þeim það bara. Auðvitað bara upp að vissu marki, það verður að vera ákveðið hámark á hversu mikið maður er í tölvunni en svo breytist það líka með tímanum. Ég spilaði miklu meira þegar ég var krakki og hafði endalausan frítíma, núna hefur maður ekkert tíma til að spila tólf tíma á dag eða spila alla nóttina eins og í menntaskóla.“ „Það er náttúrulega ekki hollt að spila í 12 tíma á dag og gera ekkert annað. Maður verður að gera eitthvað annað líka, koma sér í ræktina eða hreyfa sig – í rauninni bara hvað sem er. En ég var samt að spila svo lengi frá svona 17 til 19 ára. Kom heim úr skólanum eftir hádegi og spilaði til miðnættis, stundum alla nóttina. Í dag á ég svo erfitt með að spila fimm klukkutíma í einu.“ Um bróðurlega ást og KR „Sko þegar við lönum þá eru menn alveg að bauna á hvorn annan. Við látum hvorn annan heyra það, en það er allt í leiknum. Það eru allir það góðir vinir að menn taka þetta ekki of mikið inn á sig. Maður þarf líka að getað slökkt á þessu eftir keppni. Ég er samt alveg ágætlega stór persónuleiki þegar það kemur að því að keppa, sama hvort það var í fótbolta eða CS í dag. Ég er ekkert alltaf skemmtilegur en það vita það svo sem allir á Íslandi svo það er enginn reiður út í mig það lengi,“ segir Ólafur og hlær. Þeir bræður á góðri stundu. Ólafur Bárði Guðmundsson „Við bræður vorum á svipuðum stað í leiknum en á meðan hann fór að vera úti á kvöldin var ég heima að spila. Þá tók ég fram úr honum. Það hefði verið gaman að mæta honum og þeir hefðu alveg getað látið liðin okkar mætast í 8-liða úrslitum, það hefði verið gaman. Hefðum verið að öskra á hvorn annan hérna heima þar sem við búum saman. Ég á efri hæðinni en hann á neðri.“ Aðspurður hvort uppaldi Fjölnismaðurinn hafi ekkert hugsað sig tvisvar um áður en hann gekk til liðs við KR þá sagði Ólafur ekki svo vera. „Ég var bara ekkert að pæla í því ef ég á að vera hreinskilinn. Pæli voða lítið í þessum hlutum. Mæti bara þar sem ég á að mæta og spila eins vel og ég get. Vill samt ekkert vera félaginu til skammar, þetta er stórt félag. Þetta er samt bara áhugamál, fæ kannski smá klink hér og þar. Ég held músinni enn á borðinu svo að þegar yngri kynslóðin tekur við þá getur maður kannski farið að þjálfa.“ „Við erum eiginlega allir komnir á þennan aldur, 27 eða 28 ára, svo við getum ekkert spilað jafn mikið og önnur lið. Við reynum að spila saman þrisvar í viku en venjulega er þetta í kringum tvisvar í viku. Það væri alveg fróðlegt að sjá hvað myndi gerast ef við myndum spila saman fimm daga vikunnar en því miður hefur enginn tíma né orku í það. Væri auðvitað allt öðruvísi ef maður færi að fá góða upphæð fyrir að spila. Er ekkert að tala um einhver atvinnumannalaun en bara smá til að brúa bilið svo maður gæti æft meira heldur en bara eftir vinnu,“ sagði Ólafur um KR liðið. KR-liðið í heild sinni. Gríðarlegir fjármunir í tölvuleikjaspilun Undir lokin færðist umræðan út í þá miklu fjármuni sem eru í tölvuleikjum út í heimi í dag. „Það þarf ekkert að leita langt til að sjá fjármagnið sem er í þessu. Menn eru að fá fleiri fleiri milljónir fyrir að vinna einver smámót, svona á alþjóðlegan mælikvarða. Ef við færum okkur yfir í Dota þá geta menn unnið sér inn milljónir Bandaríkjadala, Fortnite líka. Það hefur verið rosaleg sprenging í rafíþróttum undnafarin ár.“ „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Það breytist allt með tíð og tíma, fólk fer að fara sjá hluti með nýjum augum. Ég meina það eru fleiri að horfa á úrslitaleiki í hinum ýmsu tölvuleikjum heldur en suma af stærstu íþróttaviðburðum í heimi. Ég held að það spili inn í að tölvurisar og fyrirtæki í þeim geira sjái sér leik á borði með því að dæla peningum inn í þetta því það er svo mikil athygli á þessu. Ef bestu leikmenn heims eru með tölvur eða búnað frá hinu eða þessu fyrirtækinu þá er það massíf auglýsing ef það eru tugir milljóna að fylgjast með.“ Að lokum bendir Ólafur á að rafíþróttir geti hjálpað fólki að fóta sig. „Bara benda fólki á að tékka á Counter-Strike, eða öðrum leikjum, þetta er mjög skemmtilegt og gæti opnað nýjar dyr. Það eru ekkert allir sem finna sig í íþróttum en gætu fundið sig á bakvið skjáinn. Svo veit maður aldrei, það eru rosalegir peningar í þessu og ég held að rafíþróttir [E-Sport] verða næst stærsta íþrótt í heimi eftir tíu ár. Verður gjörsamlega risastórt og ég held það verði meiri peningur í þessu en mörgu öðru.“ Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar í CS:GO hefst næstu helgi! Við ætlum ekki að fullyrða að þetta verði besta helgi ársins, en þetta verður klárlega áskorandi um bestu helgi ársins!Posted by Rafíþróttasamtök Íslands on Friday, November 13, 2020 Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar í CS:GO hefst næstu helgi. Verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Esport. Útsending hefst klukkan 15.00 og er langt fram eftir kvöldi. Úrslitaleikurinn er svo á sunnudaginn 22. nóvember. Ásamt KR verða Dusty, HaFiÐ og Fylkir þar ásamt áskorendaliðum Þórs, Viðstöðu, Samvisku og Vallea.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir „Erum búnir að vinna England og erum að fara að mæta Frakklandi“ Spútniklið Samviskunnar mætir stórliði Dusty í fyrsta leik stórmeistaramótsins í CounterStrike. Leiðtogi Samviskunnar segir sigurlíkurnar engar en liðið muni fagna öllum áföngum sem nást. 12. nóvember 2020 11:30 Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Alexaner Aron Hannesson er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í eFótbolta þar sem keppt er í tölvuleiknum FIFA. Hann hefur þó töluvert lengur haft áhuga á fótbolta sem er spilaður á grasi og taldi sig í raun ekki nægilega góðan til að taka þátt í úrvalsdeildinni. 1. nóvember 2020 09:00 Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: 13. október 2020 06:31 Sáttir en vonbrigði ef staðan væri ekki svona Dusty trónir á toppi Vodafone CS:GO deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik til þessa. 6. október 2020 23:01 KR-ingar stefna á toppinn: Kórónufaraldurinn kom í veg fyrir þátttöku á móti erlendis Kristján Finnson, leikmaður KR í Vodafone deildinni, segir að móðir sín hafi ekki trúað honum þegar honum var boðið - að kostnaðarlausu - á móti erlendis aðeins 17 ára gamall. Metnaðurinn hefur breyst með árunum en það er alltaf jafn gaman að vinna. 3. október 2020 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
„Erum búnir að vinna England og erum að fara að mæta Frakklandi“ Spútniklið Samviskunnar mætir stórliði Dusty í fyrsta leik stórmeistaramótsins í CounterStrike. Leiðtogi Samviskunnar segir sigurlíkurnar engar en liðið muni fagna öllum áföngum sem nást. 12. nóvember 2020 11:30
Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Alexaner Aron Hannesson er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í eFótbolta þar sem keppt er í tölvuleiknum FIFA. Hann hefur þó töluvert lengur haft áhuga á fótbolta sem er spilaður á grasi og taldi sig í raun ekki nægilega góðan til að taka þátt í úrvalsdeildinni. 1. nóvember 2020 09:00
Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: 13. október 2020 06:31
Sáttir en vonbrigði ef staðan væri ekki svona Dusty trónir á toppi Vodafone CS:GO deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik til þessa. 6. október 2020 23:01
KR-ingar stefna á toppinn: Kórónufaraldurinn kom í veg fyrir þátttöku á móti erlendis Kristján Finnson, leikmaður KR í Vodafone deildinni, segir að móðir sín hafi ekki trúað honum þegar honum var boðið - að kostnaðarlausu - á móti erlendis aðeins 17 ára gamall. Metnaðurinn hefur breyst með árunum en það er alltaf jafn gaman að vinna. 3. október 2020 10:00