Alræmdur breskur raðmorðingi látinn af völdum Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 08:21 Peter Sutcliffe árið 1974. Getty Breski raðmorðinginn Peter Sutcliffe, sem í breskum fjölmiðlum hefur verið kallaður „Yorkshire Ripper“, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19. Sutcliffe var dæmdur fyrir morð á þrettán konum í norðurhluta Englands á áttunda áratugnum. Þá reyndi hann að bana sjö konum til viðbótar. Sex af fórnarlömbum Peter Sutcliffe: Vera Millward, Jayne MacDonald, Josephine Whittaker, Jean Royle, Helga Rytka og Barbara Leach.Getty Sky News segir frá því að Sutcliffe hafi dáið á Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Durham, um fimm kílómetrum frá fangelsinu þar sem hann afplánaði sinn dóm. Hann var sendur á sjúkrahúsið eftir að hafa greinst með kórónuveiruna, en heimildir Sky herma að hann hafi neitað að þiggja læknismeðferð eftir að hafa smitast í fangelsinu í Durham. Sutcliffe ólst upp í Vestur-Jórvíkurskíri, gekk í hjónaband árið 1974 en varð á þessum tíma heltekinn af vændiskonum. Vitað er að seint á sjöunda áratugnum fór hann að ráðast á konur, en fyrsta morðið sem vitað er um framdi hann árið 1975 þegar hann drap hina 28 ára Wilmu McCann, fjögurra barna móður frá Leeds. Á næstu fimm árum hélt hann morðunum áfram í Jórvíkurskíri og annars staðar í norðvesturhluta Englands. Morðinn vöktu mikinn óhug á sínum tíma og hvatti lögregla á ákveðnum stöðum konur til að vera ekki einar á ferð að næturlagi. Hann var loks handtekinn árið 1981 og síðar dæmdur. Bretland England Andlát Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Breski raðmorðinginn Peter Sutcliffe, sem í breskum fjölmiðlum hefur verið kallaður „Yorkshire Ripper“, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19. Sutcliffe var dæmdur fyrir morð á þrettán konum í norðurhluta Englands á áttunda áratugnum. Þá reyndi hann að bana sjö konum til viðbótar. Sex af fórnarlömbum Peter Sutcliffe: Vera Millward, Jayne MacDonald, Josephine Whittaker, Jean Royle, Helga Rytka og Barbara Leach.Getty Sky News segir frá því að Sutcliffe hafi dáið á Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Durham, um fimm kílómetrum frá fangelsinu þar sem hann afplánaði sinn dóm. Hann var sendur á sjúkrahúsið eftir að hafa greinst með kórónuveiruna, en heimildir Sky herma að hann hafi neitað að þiggja læknismeðferð eftir að hafa smitast í fangelsinu í Durham. Sutcliffe ólst upp í Vestur-Jórvíkurskíri, gekk í hjónaband árið 1974 en varð á þessum tíma heltekinn af vændiskonum. Vitað er að seint á sjöunda áratugnum fór hann að ráðast á konur, en fyrsta morðið sem vitað er um framdi hann árið 1975 þegar hann drap hina 28 ára Wilmu McCann, fjögurra barna móður frá Leeds. Á næstu fimm árum hélt hann morðunum áfram í Jórvíkurskíri og annars staðar í norðvesturhluta Englands. Morðinn vöktu mikinn óhug á sínum tíma og hvatti lögregla á ákveðnum stöðum konur til að vera ekki einar á ferð að næturlagi. Hann var loks handtekinn árið 1981 og síðar dæmdur.
Bretland England Andlát Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira