Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Íþróttadeild Vísis skrifar 12. nóvember 2020 22:36 Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson sækja að Adam Szalai í leiknum í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Íslenska landsliðið var aðeins nokkrum mínútum frá því að komast á annað Evrópumótið í röð í kvöld en tvö ungversk mörk í lokin enduðu vonir íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði varist vel fram að því en jöfnunarmarkið kom á 88. mínútu og sigurmarkið í uppbótatíma. Ungverjar unnu þar með 2-1 og verða í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á Evrópumótinu næsta sumar. Íþróttadeild Vísis fór yfir frammistöðu íslenska liðsins á móti Ungverjum í kvöld og gaf leikmönnum liðsins einkunnir. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir á elleftu mínútu leiksins. Ungverjar voru samt mikið með boltann en íslenska liðið ógnaði alltaf með góðum skyndisóknum. Í seinni hálfleik juku Ungverjar pressuna og íslenska vörnin lét undan á grátlegum lokamínútum. Jöfnunarmarkið kom eftir klaufagang í íslensku vörninni sem var svo vel á verði fram að því. Íslensku strákarnir voru búnir að gefa allt sitt í leikinn og voru augljóslega orðnir þreyttir á lokakafla leiksins. Jöfnunarmarkið var mikið áfall fyrir íslensku strákana og sigurmarkið kom eftir mikið einstaklingsframtak hjá vonarstjörnunni Dominik Szoboszlai. Kári Árnason sýndi hetjulega frammistöðu í íslensku vörninni og þá sást hvað vantaði mikið þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli. Þessir leiðtogar voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið beint úr aukaspyrnu og ógnaði nokkrum sinnum með skotum og sendingum sínum. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat hjá íslensku strákunum á Puskas leikvanginum í kvöld. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Öryggið uppmálað nær allan leikinn og varði vel þegar reyndi á. Þurfti að vera á tánum allan seinni hálfleikinn en gat lítið gert í mörkunum tveimur í lokin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Nokkuð öruggur í varnarleiknum og sá til þess að Ungverjar sköpuðu sjaldan hættu á vinstri kantinum. Kom stöku sinnum fram kantinn sem hjálpar sóknarleik Íslands mikið en sýndi skynsemi. Hefði ef til vill átt að brjóta á Szoboszlai í aðdraganda sigurmarksins. Kári Árnason, miðvörður 8 Aðgangsharður í vítateig Ungverja í fyrri hálfleik og átti góðan sprett sem munaði litlu að skilaði marki. Sem fyrr firnasterkur í varnarleiknum en óheppinn að boltinn skyldi skoppa af honum til Ungverja í jöfnunarmarkinu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Ekkert sérstaklega áberandi en greip inn í þegar þess þurfti og renndi sér frábærlega fyrir hættulegt skot Ungverja í byrjun seinni hálfleiks. Átti ekki sök á mörkum Ungverja. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Varðist vel en kom lítið fram á við. Sendi boltann skynsamlega frá sér, þó að sumar sendingarnar hafi verið í tómarúm frammi á vellinum, en lét ekki mikið til sín taka. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Gerði vel í að vinna aukaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr snemma leiks. Komst einnig í gott færi seint í fyrri hálfleik en skotið var ekki nógu gott. Skilaði sínu í varnarvinnunni og vann vel með Victori. Fór af velli á 73. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Staðsetti sig vel og hélt aftur af Szoboszlai stærstan hluta leiksins en var farinn af velli þegar sá skoraði sigurmarkið. Vann vel með Aroni á miðjunni og kunni ágætlega við sig í sinni stöðu á miðri miðjunni, en hefur oft skilað meira fram á við. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Vel hreyfanlegur í fyrri hálfleiknum og lagði sitt að mörkum í sóknarleiknum auk þess að stíga oft inn í sóknir Ungverja. Hreyfði sig mun minna í seinni hálfleik en staðsetti sig vel og batt liðið saman. Fór af velli á 83. Mínútu eftir að hafa fengið tak í nárann skömmu áður en reynt að harka áfram. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Hafði lítið fram að færa í sóknarleiknum og virkaði fremur kraftlaus en var þó nálægt því að skora um miðjan fyrri hálfleikinn. Vantar leikform og það sást í seinni hálfleiknum en kann leikskipulag liðsins fullkomlega og stóð sína plikt í varnarleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 7 Fékk áminningu strax í byrjun leiks en það virtist ekki hafa mikil áhrif. Skoraði úr aukaspyrnu með góðri hjálp Gulacsi. Afar vinnusamur að vanda og átti hættulegt skot í lok fyrri hálfleiks. Sinnti aðallega varnarvinnu í seinni hálfleiknum og skilaði sínu þar en hjálpaði Alfreð lítið fram á við. Alfreð Finnbogason, framherji 6 Átti mikilvæga sendingu í aðdraganda þess að Ísland komst yfir og var nálægt því að leggja upp mark fyrir Birki skömmu síðar. Var frekar einmana í sóknarleiknum og mjög einangraður í seinni hálfleik, þar til hann fór af velli á 73. mínútu. Varamenn: Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 73. mínútu 6 Nokkuð líflegur í fremstu víglínu og afar nálægt því að koma boltanum í markið undir lokin en vantaði sentímetra upp á. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 73. mínútu 6 Vinnusamur og bjó til frábært færi fyrir Albert með fyrirgjöf. Ari Freyr Skúlason kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 83. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sverrir Ingi Ingason kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 87. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Íslenska landsliðið var aðeins nokkrum mínútum frá því að komast á annað Evrópumótið í röð í kvöld en tvö ungversk mörk í lokin enduðu vonir íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði varist vel fram að því en jöfnunarmarkið kom á 88. mínútu og sigurmarkið í uppbótatíma. Ungverjar unnu þar með 2-1 og verða í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal á Evrópumótinu næsta sumar. Íþróttadeild Vísis fór yfir frammistöðu íslenska liðsins á móti Ungverjum í kvöld og gaf leikmönnum liðsins einkunnir. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir á elleftu mínútu leiksins. Ungverjar voru samt mikið með boltann en íslenska liðið ógnaði alltaf með góðum skyndisóknum. Í seinni hálfleik juku Ungverjar pressuna og íslenska vörnin lét undan á grátlegum lokamínútum. Jöfnunarmarkið kom eftir klaufagang í íslensku vörninni sem var svo vel á verði fram að því. Íslensku strákarnir voru búnir að gefa allt sitt í leikinn og voru augljóslega orðnir þreyttir á lokakafla leiksins. Jöfnunarmarkið var mikið áfall fyrir íslensku strákana og sigurmarkið kom eftir mikið einstaklingsframtak hjá vonarstjörnunni Dominik Szoboszlai. Kári Árnason sýndi hetjulega frammistöðu í íslensku vörninni og þá sást hvað vantaði mikið þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli. Þessir leiðtogar voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið beint úr aukaspyrnu og ógnaði nokkrum sinnum með skotum og sendingum sínum. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat hjá íslensku strákunum á Puskas leikvanginum í kvöld. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Öryggið uppmálað nær allan leikinn og varði vel þegar reyndi á. Þurfti að vera á tánum allan seinni hálfleikinn en gat lítið gert í mörkunum tveimur í lokin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Nokkuð öruggur í varnarleiknum og sá til þess að Ungverjar sköpuðu sjaldan hættu á vinstri kantinum. Kom stöku sinnum fram kantinn sem hjálpar sóknarleik Íslands mikið en sýndi skynsemi. Hefði ef til vill átt að brjóta á Szoboszlai í aðdraganda sigurmarksins. Kári Árnason, miðvörður 8 Aðgangsharður í vítateig Ungverja í fyrri hálfleik og átti góðan sprett sem munaði litlu að skilaði marki. Sem fyrr firnasterkur í varnarleiknum en óheppinn að boltinn skyldi skoppa af honum til Ungverja í jöfnunarmarkinu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Ekkert sérstaklega áberandi en greip inn í þegar þess þurfti og renndi sér frábærlega fyrir hættulegt skot Ungverja í byrjun seinni hálfleiks. Átti ekki sök á mörkum Ungverja. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Varðist vel en kom lítið fram á við. Sendi boltann skynsamlega frá sér, þó að sumar sendingarnar hafi verið í tómarúm frammi á vellinum, en lét ekki mikið til sín taka. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Gerði vel í að vinna aukaspyrnuna sem Gylfi skoraði úr snemma leiks. Komst einnig í gott færi seint í fyrri hálfleik en skotið var ekki nógu gott. Skilaði sínu í varnarvinnunni og vann vel með Victori. Fór af velli á 73. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Staðsetti sig vel og hélt aftur af Szoboszlai stærstan hluta leiksins en var farinn af velli þegar sá skoraði sigurmarkið. Vann vel með Aroni á miðjunni og kunni ágætlega við sig í sinni stöðu á miðri miðjunni, en hefur oft skilað meira fram á við. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Vel hreyfanlegur í fyrri hálfleiknum og lagði sitt að mörkum í sóknarleiknum auk þess að stíga oft inn í sóknir Ungverja. Hreyfði sig mun minna í seinni hálfleik en staðsetti sig vel og batt liðið saman. Fór af velli á 83. Mínútu eftir að hafa fengið tak í nárann skömmu áður en reynt að harka áfram. Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Hafði lítið fram að færa í sóknarleiknum og virkaði fremur kraftlaus en var þó nálægt því að skora um miðjan fyrri hálfleikinn. Vantar leikform og það sást í seinni hálfleiknum en kann leikskipulag liðsins fullkomlega og stóð sína plikt í varnarleiknum. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 7 Fékk áminningu strax í byrjun leiks en það virtist ekki hafa mikil áhrif. Skoraði úr aukaspyrnu með góðri hjálp Gulacsi. Afar vinnusamur að vanda og átti hættulegt skot í lok fyrri hálfleiks. Sinnti aðallega varnarvinnu í seinni hálfleiknum og skilaði sínu þar en hjálpaði Alfreð lítið fram á við. Alfreð Finnbogason, framherji 6 Átti mikilvæga sendingu í aðdraganda þess að Ísland komst yfir og var nálægt því að leggja upp mark fyrir Birki skömmu síðar. Var frekar einmana í sóknarleiknum og mjög einangraður í seinni hálfleik, þar til hann fór af velli á 73. mínútu. Varamenn: Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 73. mínútu 6 Nokkuð líflegur í fremstu víglínu og afar nálægt því að koma boltanum í markið undir lokin en vantaði sentímetra upp á. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 73. mínútu 6 Vinnusamur og bjó til frábært færi fyrir Albert með fyrirgjöf. Ari Freyr Skúlason kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 83. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sverrir Ingi Ingason kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 87. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira