Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:31 Lögregla þurfti að sinna fjölda útkalla frá fólki sem hefur áhyggjur af brotum á sóttvarnarlögum. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33