„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 18:16 Andy Robertson er í stórhlutverki hjá Liverpool en hann er líka fyrirliði skoska landsliðsins sem gæti komist á EM í kvöld. Getty/Andrew Powell Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira