Íslenska CrossFit fólkið kemst ekki lengur á heimsleikana í gegnum „The Open“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 09:01 Ísland hefur átt marga glæsilega fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár. Hér er Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Björgvini Karli Guðmundssyni, Þuríði Erlu Helgadóttur og Söru Sigmundsdóttur. Instagram/@anniethorisdottir Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggðu sér öll sæti á heimsleikunum í ár í gegnum The Open en ekkert þeirra getur endurtekið leikinn á árinu 2021. CrossFit tímabilið 2020 var ólíkt öllum öðrum og næsta tímabil mun einnig bjóða upp á heilmiklar breytingar og þá helst í sambandi við það hvernig CrossFit fólk út um allan heim tryggir sér sæti á heimsleikunum 2021. Í gær voru hundrað dagar í það að „The Open“ byrjar en það markar upphaf nýs keppnistímabilsins í CrossFit. Mourning Chalk Up vefurinn nýtti þau tímamót til að fara yfir hvað er vitað um hvernig 2021 CrossFit tímabilið mun líta út. Það var þegar vitað að nýr eigandi, Eric Roza, hefur unnið markvisst að því með CrossFit fjölskyldunni að endurskipuleggja fyrirkomulag CrossFit tímabilsins. View this post on Instagram It s only been a few weeks since the 2019-2020 CrossFit Games season wrapped up, but we re already seeing early details emerging for how the next season will be structured. All of these details, while not yet set in stone and still subject to change, have been confirmed by nearly a dozen sources with direct knowledge of internal deliberations going on at HQ. They also represent more sweeping changes to a competitive season and calendar that hasn t stopped changing since we first announced the new season format in August 2018. (LINK IN BIO) Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @chalkupjlo ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Nov 11, 2020 at 7:30am PST Justin LoFranco hjá Mourning Chalk Up hefur ásamt sínu fólki grafið upp ýmsar upplýsingar um hvernig komandi CrossFit tímabil muni líta út en hann tók það reyndar fram í grein sinni að ekkert af þessu sé enn meitlað í stein. Það er því enn von á einhverjum breytingum. Það eina sem er alveg öryggt er að „The Open“ mun byrja 18. febrúar 2021 og keppnistímabilið hefst því eftir 99 daga. Stór breyting verður á því hvernig fólk tryggir sér sæti á heimsleikunum. Eins og staðan er núna mun „The Open“ ekki lengur gefa sæti á heimsleikunum. Undanfarin ár hafa tuttugu efstu á „The Open“ unnið sér sæti á heimsleikunum í gegnum opna nethlutann og fyrir innrás kórónuveirunnar þá tryggðu einnig efsti karl og efsta kona í hverju landi sér sæti á leikunum með árangri sínum í opna hlutanum. Nú þurfa keppendur að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum með árangri sínu á einu af viðurkenndu CrossFit mótunum sem verða í boði eftir að „The Open“ klárast. Undanfarin ár hafa sigurvegarar þessa CrossFit móta tryggt sér farseðla á leikana en nú má búast við því að mun fleiri sæti verði í boði á hverju móti fyrir sig. Það verða hins vegar strangari reglum um þátttöku á umræddum CrossFit mótum. Það er búist við því að evrópskir keppendur þurfi að tryggja sig inn á heimsleikana í gegnum mót á þeirra svæði en geti ekki flakkað um heiminn til þess. View this post on Instagram The Open Starts in 100 Days Each year, hundreds of thousands of @CrossFit athletes at every level take part in five workouts over five weeks in the world s largest participatory sporting event. The Open is designed to be accessible to everyone from beginners to professionals across all ages, backgrounds, and levels of fitness. The Open is also the first step on the road to the CrossFit Games, the ultimate proving grounds for the Fittest on Earth. Changes in the season structure are on the horizon (more to come at a later date). Click the link in bio to get a reminder when it s time to sign up and be part of something really special. #CrossFitOpen #InTheOpen #CrossFitGames #CrossFitAffiliates #Fitness #Sports #FittestonEarth #NotheFittestonEarth #Workout #CommittedtoCrossFit #Motivation @crossfitaffiliates @crossfittraining @crossfitfrance @crossfitespana @crossfitbrazil @crossfit_italia @crossfitdeutschland @fitlikeafrica @crossfituk @crossfitrussia @crossfitkorea A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Nov 10, 2020 at 5:46pm PST Íslenska CrossFit fólkið hefur tekið þátt í slíkum CrossFit mótum víða um heiminn en þurfa líklega að halda sig í Evrópu á næsta ári. Það er búist við að það fari fram tólf viðurkennd CrossFit mót þar sem barist verður um sæti á heimsleikana. Þau munu væntanlega skiptast þannig niður eftir heimshlutum: Norður Ameríka (5 mót), Evrópa (3 mót), Ástralía (1 mót), Asía (1 mót), Afríka (1 mót) og Suður Ameríka (1 mót). Fjöldi móta á hverju svæði tekur mið af því hversu margir þátttakendur á hverju svæði tóku þátt í „The Open“ undanfarin ár. Það er líka góður möguleiki á því að það verði síðan sett upp sérstök mót í lokin fyrir þá keppendur sem hafa þá enn ekki tryggt sér sæti á heimsleikunum. Þegar kemur að því hversu mörg sæti verða í boði á hverju svæði þá er líklegast að hvert mót bjóði upp á þrjú til fimm sæti. Það sem Mourning Chalk Up hópurinn hefur heyrt er að það verði 25 sæti í boði fyrir Norður Ameríku (5 sæti í boði á hverju móti), 15 fyrir Evrópu, 3 fyrir Ástralíu, 3 fyrir Suður Ameríku, eitt fyrir Afríku og eitt fyrir Asíu. CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggðu sér öll sæti á heimsleikunum í ár í gegnum The Open en ekkert þeirra getur endurtekið leikinn á árinu 2021. CrossFit tímabilið 2020 var ólíkt öllum öðrum og næsta tímabil mun einnig bjóða upp á heilmiklar breytingar og þá helst í sambandi við það hvernig CrossFit fólk út um allan heim tryggir sér sæti á heimsleikunum 2021. Í gær voru hundrað dagar í það að „The Open“ byrjar en það markar upphaf nýs keppnistímabilsins í CrossFit. Mourning Chalk Up vefurinn nýtti þau tímamót til að fara yfir hvað er vitað um hvernig 2021 CrossFit tímabilið mun líta út. Það var þegar vitað að nýr eigandi, Eric Roza, hefur unnið markvisst að því með CrossFit fjölskyldunni að endurskipuleggja fyrirkomulag CrossFit tímabilsins. View this post on Instagram It s only been a few weeks since the 2019-2020 CrossFit Games season wrapped up, but we re already seeing early details emerging for how the next season will be structured. All of these details, while not yet set in stone and still subject to change, have been confirmed by nearly a dozen sources with direct knowledge of internal deliberations going on at HQ. They also represent more sweeping changes to a competitive season and calendar that hasn t stopped changing since we first announced the new season format in August 2018. (LINK IN BIO) Read the full story on our app, download for iOS and Android at the link in bio. @crossfitgames // @chalkupjlo ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Nov 11, 2020 at 7:30am PST Justin LoFranco hjá Mourning Chalk Up hefur ásamt sínu fólki grafið upp ýmsar upplýsingar um hvernig komandi CrossFit tímabil muni líta út en hann tók það reyndar fram í grein sinni að ekkert af þessu sé enn meitlað í stein. Það er því enn von á einhverjum breytingum. Það eina sem er alveg öryggt er að „The Open“ mun byrja 18. febrúar 2021 og keppnistímabilið hefst því eftir 99 daga. Stór breyting verður á því hvernig fólk tryggir sér sæti á heimsleikunum. Eins og staðan er núna mun „The Open“ ekki lengur gefa sæti á heimsleikunum. Undanfarin ár hafa tuttugu efstu á „The Open“ unnið sér sæti á heimsleikunum í gegnum opna nethlutann og fyrir innrás kórónuveirunnar þá tryggðu einnig efsti karl og efsta kona í hverju landi sér sæti á leikunum með árangri sínum í opna hlutanum. Nú þurfa keppendur að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum með árangri sínu á einu af viðurkenndu CrossFit mótunum sem verða í boði eftir að „The Open“ klárast. Undanfarin ár hafa sigurvegarar þessa CrossFit móta tryggt sér farseðla á leikana en nú má búast við því að mun fleiri sæti verði í boði á hverju móti fyrir sig. Það verða hins vegar strangari reglum um þátttöku á umræddum CrossFit mótum. Það er búist við því að evrópskir keppendur þurfi að tryggja sig inn á heimsleikana í gegnum mót á þeirra svæði en geti ekki flakkað um heiminn til þess. View this post on Instagram The Open Starts in 100 Days Each year, hundreds of thousands of @CrossFit athletes at every level take part in five workouts over five weeks in the world s largest participatory sporting event. The Open is designed to be accessible to everyone from beginners to professionals across all ages, backgrounds, and levels of fitness. The Open is also the first step on the road to the CrossFit Games, the ultimate proving grounds for the Fittest on Earth. Changes in the season structure are on the horizon (more to come at a later date). Click the link in bio to get a reminder when it s time to sign up and be part of something really special. #CrossFitOpen #InTheOpen #CrossFitGames #CrossFitAffiliates #Fitness #Sports #FittestonEarth #NotheFittestonEarth #Workout #CommittedtoCrossFit #Motivation @crossfitaffiliates @crossfittraining @crossfitfrance @crossfitespana @crossfitbrazil @crossfit_italia @crossfitdeutschland @fitlikeafrica @crossfituk @crossfitrussia @crossfitkorea A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Nov 10, 2020 at 5:46pm PST Íslenska CrossFit fólkið hefur tekið þátt í slíkum CrossFit mótum víða um heiminn en þurfa líklega að halda sig í Evrópu á næsta ári. Það er búist við að það fari fram tólf viðurkennd CrossFit mót þar sem barist verður um sæti á heimsleikana. Þau munu væntanlega skiptast þannig niður eftir heimshlutum: Norður Ameríka (5 mót), Evrópa (3 mót), Ástralía (1 mót), Asía (1 mót), Afríka (1 mót) og Suður Ameríka (1 mót). Fjöldi móta á hverju svæði tekur mið af því hversu margir þátttakendur á hverju svæði tóku þátt í „The Open“ undanfarin ár. Það er líka góður möguleiki á því að það verði síðan sett upp sérstök mót í lokin fyrir þá keppendur sem hafa þá enn ekki tryggt sér sæti á heimsleikunum. Þegar kemur að því hversu mörg sæti verða í boði á hverju svæði þá er líklegast að hvert mót bjóði upp á þrjú til fimm sæti. Það sem Mourning Chalk Up hópurinn hefur heyrt er að það verði 25 sæti í boði fyrir Norður Ameríku (5 sæti í boði á hverju móti), 15 fyrir Evrópu, 3 fyrir Ástralíu, 3 fyrir Suður Ameríku, eitt fyrir Afríku og eitt fyrir Asíu.
CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira