Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anna Kristín og Hildur Vala, 12 ára dóttir hennar eiga gæðastundir saman í sófanum inn í stofu þegar mamman prjónar og dóttirin heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira