Risastóri misskilningurinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Þegar ráfað er í gegnum fjöl- og samfélagsmiðla má oft finna talsverða neikvæðni hjá einkabílanotendum í garð breyttra ferðavenja í formi hjólreiða. Margir hafa meira að segja gagnrýnt kostnað sem sveitarfélög leggja í við uppbyggingu á hjólreiðastígum. Þetta er afar áhugavert í ljósi eftirfarenda staðreynda: Breyttar ferðavenjur skapa meira rými fyrir þá sem kjósa einkabílinn Eitt af því sem virðist pirra suma einkabílanotendur hvað mest eru umferðateppur. Málið er einfalt, því fleiri ferðir sem farnar eru með hjóli, því færri verða bílferðirnar. Einföld eðlisfræði segir okkur að ferðir í einkabíl eru mun plássfrekari en aðrar ferðvenjur. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar skapa meira bílapláss. Breyttar ferðavenjur geta lækkað eldsneytiskostnað einkabílsins Það kostar ekki bara dýrmætan gjaldeyri að kaupa olíu á bíla heldur kostar líka enn meiri gjaldeyri að kaupa bílana sjálfa, dekkin og varahlutina. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur þá dregur verulega úr gjaldeyrisútflæði sem styrkir venjulega krónuna, sem aftur skilar meiri kaupmætti fyrir alla og lækkun á olíuverði innanlands. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar auka kaupmátt og lækka olíukostnað einkabílsins. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað vegna losunar gróðurhúsaloftegunda Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef ekki tekst að ná loftslagsmarkmiðum Íslands blasa við sektargreiðslur sem geta orðið verulega háar. Sá kostnaður mun lenda á ríkinu sem eru við sjálf, þannig að reikningurinn lendir líka hjá okkur sem notum einkabíla. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur aukast líkurnar á að markmiðin náist og að sektargreiðslurnar verði minni. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar lækka kolefniskostnað þjóðarinnar þ.á.m. eigenda einkabíla. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins Samkvæmt fjármálaráðuneytinu eru útgjöld til heilbrigðismála 753 þúsund kr. á hvern íbúa landsins. Við einkabílaeigendur, og aðrir skattgreiðendur borgum auðvitað þann reikning. Samkvæmt nýlegri samantekt í Danmörku eru heilsufarsáhrif hjólreiða svo jákvæð, að sparnaður í heilbrigðiskostnaði hefur verið metin á 8 danskar krónur á hvern hjólakílómetra. Þetta þýðir að fyrir hvern kílómetra sem við fáum fólk til að ferðast með hjóli eða rafhjóli gætu 170 kr. sparast á endanum í heilbrigðisútgjöld. Það lækkar framtíðarkostnað allra skattgreiðenda, líka hjá eigendum einkabíla. Allir græða Þó að fólk velji að breyta ekki um ferðvenjur og halda sig eingöngu við einkabílinn þá er alveg skýrt að allir græða á auknum hjólreiðum. Rafhjól hafa opnað á viðtækari nýtingu hjólreiða þar sem brekkur og mótvindur verða minna vandamál. Ríkið hef stigið risastórt skref í stuðningi við hjólreiðar með niðurfellingu á virðisaukaskatti, enda bæta jákvæð umhverfis- og efnahagsáhrif það skatttekjutap margfalt. Ljóst er að allir græða með einhverjum hætti á auknum hjólreiðum, líka þeir sem kjósa að nýta sér aldrei þennan frábæra ferðamáta. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar ráfað er í gegnum fjöl- og samfélagsmiðla má oft finna talsverða neikvæðni hjá einkabílanotendum í garð breyttra ferðavenja í formi hjólreiða. Margir hafa meira að segja gagnrýnt kostnað sem sveitarfélög leggja í við uppbyggingu á hjólreiðastígum. Þetta er afar áhugavert í ljósi eftirfarenda staðreynda: Breyttar ferðavenjur skapa meira rými fyrir þá sem kjósa einkabílinn Eitt af því sem virðist pirra suma einkabílanotendur hvað mest eru umferðateppur. Málið er einfalt, því fleiri ferðir sem farnar eru með hjóli, því færri verða bílferðirnar. Einföld eðlisfræði segir okkur að ferðir í einkabíl eru mun plássfrekari en aðrar ferðvenjur. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar skapa meira bílapláss. Breyttar ferðavenjur geta lækkað eldsneytiskostnað einkabílsins Það kostar ekki bara dýrmætan gjaldeyri að kaupa olíu á bíla heldur kostar líka enn meiri gjaldeyri að kaupa bílana sjálfa, dekkin og varahlutina. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur þá dregur verulega úr gjaldeyrisútflæði sem styrkir venjulega krónuna, sem aftur skilar meiri kaupmætti fyrir alla og lækkun á olíuverði innanlands. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar auka kaupmátt og lækka olíukostnað einkabílsins. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað vegna losunar gróðurhúsaloftegunda Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef ekki tekst að ná loftslagsmarkmiðum Íslands blasa við sektargreiðslur sem geta orðið verulega háar. Sá kostnaður mun lenda á ríkinu sem eru við sjálf, þannig að reikningurinn lendir líka hjá okkur sem notum einkabíla. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur aukast líkurnar á að markmiðin náist og að sektargreiðslurnar verði minni. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar lækka kolefniskostnað þjóðarinnar þ.á.m. eigenda einkabíla. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins Samkvæmt fjármálaráðuneytinu eru útgjöld til heilbrigðismála 753 þúsund kr. á hvern íbúa landsins. Við einkabílaeigendur, og aðrir skattgreiðendur borgum auðvitað þann reikning. Samkvæmt nýlegri samantekt í Danmörku eru heilsufarsáhrif hjólreiða svo jákvæð, að sparnaður í heilbrigðiskostnaði hefur verið metin á 8 danskar krónur á hvern hjólakílómetra. Þetta þýðir að fyrir hvern kílómetra sem við fáum fólk til að ferðast með hjóli eða rafhjóli gætu 170 kr. sparast á endanum í heilbrigðisútgjöld. Það lækkar framtíðarkostnað allra skattgreiðenda, líka hjá eigendum einkabíla. Allir græða Þó að fólk velji að breyta ekki um ferðvenjur og halda sig eingöngu við einkabílinn þá er alveg skýrt að allir græða á auknum hjólreiðum. Rafhjól hafa opnað á viðtækari nýtingu hjólreiða þar sem brekkur og mótvindur verða minna vandamál. Ríkið hef stigið risastórt skref í stuðningi við hjólreiðar með niðurfellingu á virðisaukaskatti, enda bæta jákvæð umhverfis- og efnahagsáhrif það skatttekjutap margfalt. Ljóst er að allir græða með einhverjum hætti á auknum hjólreiðum, líka þeir sem kjósa að nýta sér aldrei þennan frábæra ferðamáta. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun