Hvers vegna meira fyrir minna? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun