Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 11:31 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er öllum hnútum kunnugur í Katar. vísir/hulda margrét Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. Framundan eru þrír leikir á einni viku hjá landsliðum Evrópu. Þetta eru síðustu leikirnir sem telja inn á næsta heimslista FIFA. Sá listi ræður því í hvaða styrkleikaflokkum lið verða þegar dregið verður til undankeppni HM í Katar þann 7. desember næstkomandi. Ísland er í 22. sæti Evrópuþjóða á heimslistanum, og verður að óbreyttu í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM. Löndin í sætum 11-20 verða í 2. styrkleikaflokki og þangað vilja okkar menn komast. Barátta við Slóvakíu og Írland Ísland er rétt fyrir neðan Slóvakíu og Írland og á því möguleika á að komast upp í 2. styrkleikaflokk, með góðum úrslitum gegn Ungverjalandi og svo gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Ísland hækkaði sig upp um 4 stig með því að vinna Rúmeníu en tapa fyrir Danmörku og Belgíu í síðasta mánuði, og er með 1.461 stig. Slóvakía er með 1.466 og Írland 1.467. Staða Evrópuþjóða á heimslistanum. Ísland er með 1.461 stig og gæti mögulega komist upp í 20. sæti, og þar með í 2. styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn.uefa.com Leikurinn við Ungverjaland hefur mest vægi, þar sem að sá leikur er í undankeppni stórmóts. Sigur í venjulegum leiktíma myndi skila Íslandi um 12 stigum, og sigur í vítaspyrnukeppni myndi skila tæplega 6 stigum. Ísland þyrfti væntanlega einnig að ná hagstæðum úrslitum gegn Danmörku og Englandi, til að komast upp fyrir Slóvakíu og Írland, og treysta á að þeim gangi ekki nægilega vel í sínum leikjum. Sigur gegn Ungverjalandi og Danmörku, en tap gegn Englandi, myndi gróft áætlað til að mynda skila Íslandi um 17 stigum og kæmi liðinu í álitlega stöðu. Danmörk er að sama skapi í baráttu um að halda sér í hópi tíu efstu þjóða heimslistans, svo liðið verði í efsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn. Eins og fyrr segir verður dregið í undanriðla fyrir HM 7. desember. Undankeppnin fer svo öll fram á næsta ári en þrír leikdagar eru í mars, þrír í september, tveir í október og tveir í nóvember. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar en liðin í 2. sæti fara í umspil. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30 Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01 Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. Framundan eru þrír leikir á einni viku hjá landsliðum Evrópu. Þetta eru síðustu leikirnir sem telja inn á næsta heimslista FIFA. Sá listi ræður því í hvaða styrkleikaflokkum lið verða þegar dregið verður til undankeppni HM í Katar þann 7. desember næstkomandi. Ísland er í 22. sæti Evrópuþjóða á heimslistanum, og verður að óbreyttu í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM. Löndin í sætum 11-20 verða í 2. styrkleikaflokki og þangað vilja okkar menn komast. Barátta við Slóvakíu og Írland Ísland er rétt fyrir neðan Slóvakíu og Írland og á því möguleika á að komast upp í 2. styrkleikaflokk, með góðum úrslitum gegn Ungverjalandi og svo gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni. Ísland hækkaði sig upp um 4 stig með því að vinna Rúmeníu en tapa fyrir Danmörku og Belgíu í síðasta mánuði, og er með 1.461 stig. Slóvakía er með 1.466 og Írland 1.467. Staða Evrópuþjóða á heimslistanum. Ísland er með 1.461 stig og gæti mögulega komist upp í 20. sæti, og þar með í 2. styrkleikaflokk fyrir HM-dráttinn.uefa.com Leikurinn við Ungverjaland hefur mest vægi, þar sem að sá leikur er í undankeppni stórmóts. Sigur í venjulegum leiktíma myndi skila Íslandi um 12 stigum, og sigur í vítaspyrnukeppni myndi skila tæplega 6 stigum. Ísland þyrfti væntanlega einnig að ná hagstæðum úrslitum gegn Danmörku og Englandi, til að komast upp fyrir Slóvakíu og Írland, og treysta á að þeim gangi ekki nægilega vel í sínum leikjum. Sigur gegn Ungverjalandi og Danmörku, en tap gegn Englandi, myndi gróft áætlað til að mynda skila Íslandi um 17 stigum og kæmi liðinu í álitlega stöðu. Danmörk er að sama skapi í baráttu um að halda sér í hópi tíu efstu þjóða heimslistans, svo liðið verði í efsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn. Eins og fyrr segir verður dregið í undanriðla fyrir HM 7. desember. Undankeppnin fer svo öll fram á næsta ári en þrír leikdagar eru í mars, þrír í september, tveir í október og tveir í nóvember. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar en liðin í 2. sæti fara í umspil. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30 Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01 Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. 11. nóvember 2020 09:30
Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera með góða tilfinningu fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi. Hann ræddi við Henry Birgi í dag. 10. nóvember 2020 23:01
Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16
Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43