Covid-19 ætti ekki að fæla fólk frá því að sækja sér jólatré Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 08:02 Tré sótt í Brynjudal. Mynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir „Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, spurð að því hvernig horfir varðandi aðsókn í Brynjudalsskóg í aðdraganda jóla. Félagið hefur tekið á móti hópum í jólatrjáaleit í mörg ár og að sögn Ragnhildar er ekki útlit fyrir að breyting verði þar á, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. „Það er ekkert mál að ná sér í tré í skóginum,“ segir hún. „Eini snertipunkturinn er þar sem verið er að pakka trjánum í tromlurnar og þar er fólk með grímur og hanska. Við höfum hvatt fólk til að koma á rútu frekar en hitt en það verður ekki í ár, við gerum ráð fyrir að fólk komi frekar á bílnum.“ Ragnhildur segist ekki sjá mun á fjölda bókana nú frá því í fyrra, nema hvað að fólk hafi verið seinna að stökkva til. Í venjulegu ári séu fyrirtæki og starfsmannahópar farnir að bóka í ágúst en nú sé fólk að sjá til hvernig Covid-19 faraldurinn og sóttvarnaráðstafanir þróast. Tromlurnar og kósýheit í Brynjudal í Hvalfirði.Skógræktarfélag Íslands En nú koma margir hópar á rútum, eins og fyrr segir, og safna trjánum í rúturnar eða jafnvel flutningabíla sem fylgja með. Hvernig sér hún fyrir sér að þetta verði í ár? „Ef fólk er að taka venjuleg stofutré þá eru þau um tveir metrar og þá kemst það í bílinn. Þá er tromlan eini hættupunkturinn. Ég geri ráð fyrir að engir séu að koma á rútum núna, fólk mætir væntanlega á sínum bíl og tekur sitt tré. En ef það er að safna trjánum saman þá þarf að hugsa fyrir því; spritt og grímur.“ Á staðnum er lítið hús þar sem hóparnir hafa gjarnan komið saman og borðað nesti en Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að einmitt vegna þess að flestir, ef ekki allir, muni koma á einkabílum þá verði meira rennsli á fólki. „Við höfum í raun gert ráð fyrir að það gildi í kofanum þessar almennu reglur og það sé passað upp á að það séu ekki of mikið í einu,“ segir hún. Þá verði þeir sem verða með veitingar að gera ráðstafanir, hvort sem það sé að útbúa böggla sem fólki sé afhent eða biðja fólk um að koma með eigið nesti. Ragnhildur segist mögulega gera ráð fyrir meiri aðsókn en undanfarin ár. „Fólk er búið að vera að nota skógana til útivistar í kófinu og það er alveg möguleiki að sumir vilji ná sér sjálfir í tré frekar en að fara út í búð. Þetta er opnara og meira loft og auðveldara að halda fjarlægð.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur Möglega meiri sala vegna færri ferðalaga Að sögn Trausta Jóhannssonar, skógarvarðar á Selfossi, er óvíst hvort Skógrækt ríkisins mun bjóða upp á það þessi jól að fólk komi og sæki eigið jólatré. „Ef léttir verður mögulega opið,“ segir hann og vísar þar til sóttvarnaaðgerða. „En ég held að almenn sala í búðir breytist ekki mikið, nema maður vonast til að selja meira því að fólk verður minna að fara til útlanda.“ Í Jólaskógi Skógræktar Reyjavíkur á Hólmsheiði verður gætt að sóttvörnum í hvívetna, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, viðburðastjóra. „Þar verður sótthreinsistöð og hver einasta sög sótthreinsuð á milli gesta.“ Guðfinna segir alla starfsmenn mjög meðvitaða um sóttvarnir og að allir viðburðir í desember muni taka mið af gildandi reglum en auk Jólaskógarins stendur Skógrækt Reykjavíkur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk allar helgar í aðventu og jólatréssölu á Lækjartorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Við hugsum þetta allt á þeim forsendum að fækka öllum mögulegum snertiflötum. Allt okkar starfsfólk er upplýst og meðvitað og í afgreiðslunni mun bara einn og einn, eða ein fjölskylda, koma inn í einu að borga. Það hafa allir mögulegir þættir verið útfærðir útfrá þessu,“ segir Guðfinna um Covid-19 ráðastafanir. Jól Skógrækt og landgræðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
„Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“ Þetta segir Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, spurð að því hvernig horfir varðandi aðsókn í Brynjudalsskóg í aðdraganda jóla. Félagið hefur tekið á móti hópum í jólatrjáaleit í mörg ár og að sögn Ragnhildar er ekki útlit fyrir að breyting verði þar á, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn. „Það er ekkert mál að ná sér í tré í skóginum,“ segir hún. „Eini snertipunkturinn er þar sem verið er að pakka trjánum í tromlurnar og þar er fólk með grímur og hanska. Við höfum hvatt fólk til að koma á rútu frekar en hitt en það verður ekki í ár, við gerum ráð fyrir að fólk komi frekar á bílnum.“ Ragnhildur segist ekki sjá mun á fjölda bókana nú frá því í fyrra, nema hvað að fólk hafi verið seinna að stökkva til. Í venjulegu ári séu fyrirtæki og starfsmannahópar farnir að bóka í ágúst en nú sé fólk að sjá til hvernig Covid-19 faraldurinn og sóttvarnaráðstafanir þróast. Tromlurnar og kósýheit í Brynjudal í Hvalfirði.Skógræktarfélag Íslands En nú koma margir hópar á rútum, eins og fyrr segir, og safna trjánum í rúturnar eða jafnvel flutningabíla sem fylgja með. Hvernig sér hún fyrir sér að þetta verði í ár? „Ef fólk er að taka venjuleg stofutré þá eru þau um tveir metrar og þá kemst það í bílinn. Þá er tromlan eini hættupunkturinn. Ég geri ráð fyrir að engir séu að koma á rútum núna, fólk mætir væntanlega á sínum bíl og tekur sitt tré. En ef það er að safna trjánum saman þá þarf að hugsa fyrir því; spritt og grímur.“ Á staðnum er lítið hús þar sem hóparnir hafa gjarnan komið saman og borðað nesti en Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að einmitt vegna þess að flestir, ef ekki allir, muni koma á einkabílum þá verði meira rennsli á fólki. „Við höfum í raun gert ráð fyrir að það gildi í kofanum þessar almennu reglur og það sé passað upp á að það séu ekki of mikið í einu,“ segir hún. Þá verði þeir sem verða með veitingar að gera ráðstafanir, hvort sem það sé að útbúa böggla sem fólki sé afhent eða biðja fólk um að koma með eigið nesti. Ragnhildur segist mögulega gera ráð fyrir meiri aðsókn en undanfarin ár. „Fólk er búið að vera að nota skógana til útivistar í kófinu og það er alveg möguleiki að sumir vilji ná sér sjálfir í tré frekar en að fara út í búð. Þetta er opnara og meira loft og auðveldara að halda fjarlægð.“ Skógræktarfélag Reykjavíkur Möglega meiri sala vegna færri ferðalaga Að sögn Trausta Jóhannssonar, skógarvarðar á Selfossi, er óvíst hvort Skógrækt ríkisins mun bjóða upp á það þessi jól að fólk komi og sæki eigið jólatré. „Ef léttir verður mögulega opið,“ segir hann og vísar þar til sóttvarnaaðgerða. „En ég held að almenn sala í búðir breytist ekki mikið, nema maður vonast til að selja meira því að fólk verður minna að fara til útlanda.“ Í Jólaskógi Skógræktar Reyjavíkur á Hólmsheiði verður gætt að sóttvörnum í hvívetna, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, viðburðastjóra. „Þar verður sótthreinsistöð og hver einasta sög sótthreinsuð á milli gesta.“ Guðfinna segir alla starfsmenn mjög meðvitaða um sóttvarnir og að allir viðburðir í desember muni taka mið af gildandi reglum en auk Jólaskógarins stendur Skógrækt Reykjavíkur fyrir jólamarkaði við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk allar helgar í aðventu og jólatréssölu á Lækjartorgi í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Við hugsum þetta allt á þeim forsendum að fækka öllum mögulegum snertiflötum. Allt okkar starfsfólk er upplýst og meðvitað og í afgreiðslunni mun bara einn og einn, eða ein fjölskylda, koma inn í einu að borga. Það hafa allir mögulegir þættir verið útfærðir útfrá þessu,“ segir Guðfinna um Covid-19 ráðastafanir.
Jól Skógrækt og landgræðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira