Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 15:32 Péter Gulácsi er einn af lykilmönnum Ungverja. Getty/David Davies Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. Ungverjaland og Ísland mætast á fimmtudagskvöld í leik upp á sæti í lokakeppni EM, og að lágmarki 1,5 milljarð króna. Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari benti á þrjá leikmenn Ungverjalands sem hefðu sérstaklega mikla hæfileika, þegar hann fór yfir mótherjana á blaðamannafundi síðasta föstudag. Það eru hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, miðvörðurinn Willi Orban og liðsfélagi hans hjá RB Leipzig, markmaðurinn Péter Gulácsi. Náði ekki að stimpla sig inn hjá Liverpool Gunnleifur, sem var um árabil í landsliðshópi Íslands og spilaði 26 A-landsleiki, var spurður út í Gulácsi á vef ungverska miðilsins Nemzeti Sport: „Ég hef fylgst með hans ferli í nokkurn tíma og ég tel að hann sé heimsklassa markvörður. Hann er yfirvegaður, góður með boltann á löppunum, hreyfir sig vel í markinu, er sterkur einn á móti einum og spilar boltanum vel,“ sagði Gunnleifur. Gulácsi, sem er þrítugur, var leikmaður Liverpool á árunum 2007-2013 en náði þó aldrei að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fór svo til Red Bull Salzburg og þaðan til Leipzig 2015 og er með liðinu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira