„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum en hafa ekki geta fært sannanir fyrir því. Embættismenn tiltekinna ríkja, eftirlitsaðilar og aðrir sem koma að framkvæmd kosninganna hafa mótmælt þessum ásökunum harðlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann sagði í gær að Trump væri í fullum rétti með að sækjast eftir endurtalningu, að höfða mál og opna rannsóknir. Hann tók þó ekki undir ummæli forsetans um kosningasvik. Aðrir forsvarsmenn flokksins og þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála í ríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu og Nevada, en enn sem komið er hefur það ekki skilað neinum árangri. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimilaði ríkissaksóknurum í gær að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Æðsti saksóknari ráðuneytisins varðandi kosningamál sagði af sér vegna málsins. Tístir og fer svo Í samtali við Washington Post sögðu aðstoðarmenn Trumps að innan framboðsins væru litlar sem engar væntingar um að dómsmál þessi og aðrar aðgerðir skiluðu árangri. Málunum yrði þó haldið til streitu og að hluta til svo hægt sé að halda ásökunum um kosningasvik á lofti. „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ spurði einn heimildarmaður Washington Post. „Enginn trúir því að niðurstöðunum verði breytt. Hann fór í golf um helgina. Það er ekki eins og hann sé að skipuleggja það hvernig hann komi í veg fyrir að Biden taki völd þann 20. janúar. Hann tístir um dómsmál, þau munu misheppnast, þá mun hann tísta meira um það hvernig kosningunum var stolið og svo mun hann fara.“ Það er í samræmi við það sem háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar. Það er að markmið lögsóknanna sé ekki að snúa niðurstöðum kosninganna. Það sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og þar með áhrif hans innan Repúblikanaflokksins, og að auðvelda honum að sætta sig við tapið. Meina Biden aðgangi að hinu opinbera Ríkisstjórn Trumps hefur meinað embættismönnum að starfa með starfsmönnum framboðs Bidens að valdatöku þess síðarnefnda. Þar fer fremst í fylkingu Emily W. Murphy. Hún var skipuð af Trump til að taka við rekstri stofnunar sem kallast General Services Administration. Það fellur í hlut GSA að skilgreina Biden formlega sem sigurvegara kosninganna svo valdaskiptin geti formlega hafist. Þá fær Biden meðal annars aðgang að fjármagni og skrifstofuhúsnæði svo hægt sé að hefja undirbúninginn. Sem yfirmaður GSA hefur Murphy neitað að gefa starfsmönnum Bidens leyfi til að hefja ferlið með formlegum hætti. Í samtali við blaðamenn New York Times lýsti talsmaður Hvíta hússins ástandinu við árið 2000, þegar sama ferli tafðist eftir kosningabaráttuna á milli Al Gore og George W. Bush.. Talsmaðurinn sagði að það yrði undarlegt af Trump að gefa leyfi fyrir því að hefja ferlið á sama tíma og hann standi í málarekstri vegna kosninganna. Biden-liðar segja þann samanburð þó fáránlegan. Deilurnar árið 2000 hafi snúist um eitt ríki þar sem um 500 atkvæði skildu frambjóðendurna að. Munurinn nú sé mikið meiri en það og að þar að auki sé það einungis eitt tilfelli. Á síðustu 60 árum hafi þetta ferli yfirleitt hafist innan sólarhrings frá kosningunum. Öskrað á starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá Forsvarsmenn framboðs Trumps hafa reynt að stappa stálinu í almenna starfsmenn og hvatt þá til að leggja árar ekki í bát. Það er þrátt fyrir að samningar þeirra renna út þann 15. nóvember og ekkert útlit er fyrir að þeir verði framlengdir. „Þeir eru að segja; „Verið áfram og berjist“. Það er erfitt fyrir fólk að halda baráttunni áfram þegar það sér fram á atvinnuleysi í næstu viku,“ sagði einn heimildarmaður CNN innan framboðsins. Á mánudaginn var haldinn starfsmannafundur þar sem forsvarsmenn framboðsins kvörtuðu yfir dræmri mætingu. Eftir fundinn öskraði aðstoðarmaður framkvæmdastjóra framboðs Trumps á almennan starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá sína í prentara framboðsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum en hafa ekki geta fært sannanir fyrir því. Embættismenn tiltekinna ríkja, eftirlitsaðilar og aðrir sem koma að framkvæmd kosninganna hafa mótmælt þessum ásökunum harðlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann sagði í gær að Trump væri í fullum rétti með að sækjast eftir endurtalningu, að höfða mál og opna rannsóknir. Hann tók þó ekki undir ummæli forsetans um kosningasvik. Aðrir forsvarsmenn flokksins og þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála í ríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu og Nevada, en enn sem komið er hefur það ekki skilað neinum árangri. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimilaði ríkissaksóknurum í gær að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Æðsti saksóknari ráðuneytisins varðandi kosningamál sagði af sér vegna málsins. Tístir og fer svo Í samtali við Washington Post sögðu aðstoðarmenn Trumps að innan framboðsins væru litlar sem engar væntingar um að dómsmál þessi og aðrar aðgerðir skiluðu árangri. Málunum yrði þó haldið til streitu og að hluta til svo hægt sé að halda ásökunum um kosningasvik á lofti. „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ spurði einn heimildarmaður Washington Post. „Enginn trúir því að niðurstöðunum verði breytt. Hann fór í golf um helgina. Það er ekki eins og hann sé að skipuleggja það hvernig hann komi í veg fyrir að Biden taki völd þann 20. janúar. Hann tístir um dómsmál, þau munu misheppnast, þá mun hann tísta meira um það hvernig kosningunum var stolið og svo mun hann fara.“ Það er í samræmi við það sem háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar. Það er að markmið lögsóknanna sé ekki að snúa niðurstöðum kosninganna. Það sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og þar með áhrif hans innan Repúblikanaflokksins, og að auðvelda honum að sætta sig við tapið. Meina Biden aðgangi að hinu opinbera Ríkisstjórn Trumps hefur meinað embættismönnum að starfa með starfsmönnum framboðs Bidens að valdatöku þess síðarnefnda. Þar fer fremst í fylkingu Emily W. Murphy. Hún var skipuð af Trump til að taka við rekstri stofnunar sem kallast General Services Administration. Það fellur í hlut GSA að skilgreina Biden formlega sem sigurvegara kosninganna svo valdaskiptin geti formlega hafist. Þá fær Biden meðal annars aðgang að fjármagni og skrifstofuhúsnæði svo hægt sé að hefja undirbúninginn. Sem yfirmaður GSA hefur Murphy neitað að gefa starfsmönnum Bidens leyfi til að hefja ferlið með formlegum hætti. Í samtali við blaðamenn New York Times lýsti talsmaður Hvíta hússins ástandinu við árið 2000, þegar sama ferli tafðist eftir kosningabaráttuna á milli Al Gore og George W. Bush.. Talsmaðurinn sagði að það yrði undarlegt af Trump að gefa leyfi fyrir því að hefja ferlið á sama tíma og hann standi í málarekstri vegna kosninganna. Biden-liðar segja þann samanburð þó fáránlegan. Deilurnar árið 2000 hafi snúist um eitt ríki þar sem um 500 atkvæði skildu frambjóðendurna að. Munurinn nú sé mikið meiri en það og að þar að auki sé það einungis eitt tilfelli. Á síðustu 60 árum hafi þetta ferli yfirleitt hafist innan sólarhrings frá kosningunum. Öskrað á starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá Forsvarsmenn framboðs Trumps hafa reynt að stappa stálinu í almenna starfsmenn og hvatt þá til að leggja árar ekki í bát. Það er þrátt fyrir að samningar þeirra renna út þann 15. nóvember og ekkert útlit er fyrir að þeir verði framlengdir. „Þeir eru að segja; „Verið áfram og berjist“. Það er erfitt fyrir fólk að halda baráttunni áfram þegar það sér fram á atvinnuleysi í næstu viku,“ sagði einn heimildarmaður CNN innan framboðsins. Á mánudaginn var haldinn starfsmannafundur þar sem forsvarsmenn framboðsins kvörtuðu yfir dræmri mætingu. Eftir fundinn öskraði aðstoðarmaður framkvæmdastjóra framboðs Trumps á almennan starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá sína í prentara framboðsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01
Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent