Deschamps: Pogba getur ekki verið ánægður hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 10:00 Paul Pogba hefur bara verið fimm sinnum í byrjunarliði Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Oli Scarff Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira