„Ég er að koma“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 07:30 Dominik Szoboszlai, fyrir miðju, missti af síðustu landsleikjum Ungverjalands vegna meints kórónuveirusmits í herbúðum Red Bull Salzburg. Getty/Roland Krivec Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59
5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00