Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:42 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. „Þar til yfirstandandi deilur um kosningarnar eru leystar er ekki viðeigandi að við tjáum okkur frekar um þær,“ segir Patrick Geraghty, talsmaður Bandaríska sendiráðsins hér á landi í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir aðaláherslu sendiráðsins að tryggja heilindi framvindu kosninganna þannig að þegar öll atkvæði hafa verið talin hafi þjóðin með sanngirni, friðsamlega og lýðræðislega kjörið fulltrúa sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til sendiráðsins í gær og bað um viðtal við Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga. Sendiherrann baðst undan því. Í svari Geraghty segir að eftir að öllu kosningaferlinu er lokið muni sendiráðið halda áfram að vinna að farsælu og góðu sambandi Bandaríkjanna og Íslands. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Bandaríkjaþing staðfesti tilnefninguna í maí 2019. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Gunter hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan hann tók við embætti sendiherra hér á landi. Síðast þann 31. október sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Í sumar var hann harðlega gagnrýndur eftir að hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna.“ Íslendingar svöruðu honum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Bandaríkjamenn á Íslandi söfnuðu í kjölfarið undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09