Byggja lúxushótel í Eyjafirði: „Bjartsýnir fyrir framtíð Íslands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:17 Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein hefja byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða í Eyjafirði næsta vor. Aðsend Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Félagarnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum og eigendur Viking Heliskiing og Scandic Guides, hafa ákveðið að hefja byggingu á lúxushóteli rétt við Grenivík í Eyjafirði. Ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið mikla dýfu undanfarna mánuði frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands en Björgvin segir þá félaga bjartsýna á að fólk verði byrjað að ferðast aftur þegar hótelið verður tilbúið, en stefnt er að opna það í árslok 2022. „Við erum bara bjartsýnir fyrir framtíð Íslands og viljum meina að þetta sé góð tímasetning að byrja framkvæmdum,“ segir Björgvin í samtali við fréttastofu. Svona mun hótelið líta út þegar það verður tilbúið.Aðsend „Það er enn fólk í dag að bóka ferðir hjá okkur og eftir svona langan tíma hef ég trú á því að við verðum búin að gleyma þessari veiru.“ Hótelið hefur fengið heitið Höfði Lodge og verður það 5.500 fermetrar að stærð og verða fjörutíu herbergi þar fyrir gesti. Þá verður bar, veitingastaður, heilsurækt, funda- og ráðstefnusalur og önnur þjónursta. Hótelið mun rísa fyrir ofan fimmtíu metra háan klettavegg á Þengilhöfða sem gengur út í austanveran Eyjafjörðinn. Björgvin segir þá félaga hafa fundið besta staðinn í Evrópu til að reisa hótel. Fyrsta skóflustungan að hótelinu var tekin á dögunum.Aðsend „Ég er frá Dalvík og Jóhann er frá Reykjavík. Við teljum að við höfum fundið besta stað á Íslandi og í Evrópu með útsýni yfir sjó, á fimmtíu metra háum kletti. Þetta er bara eins og við sáum fyrir þegar við ákváðum þetta fyrir sex árum síðan.“ Þeir Jóhann eru að sögn Björgvins stærstu fjárfestarnir í verkefninu en þeir eru einnig í samstarfi við erlenda fjárfesta. Stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir næsta vor en Björgvin sagðist ekki geta greint frá því hvað verkefnið mun kosta að svo stöddu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grýtubakkahreppur Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira