Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 14:31 Óljóst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðinu eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland. vísir/hulda margrét Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15