Anton synti til sigurs í Búdapest Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 13:46 Anton Sveinn McKee er að gera góða hluti í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest. EPA/Robert Perry Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig. Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.
Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57
Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01